Fara í efni

Heimilt að ráðstafa séreignasparnaði til kaupa á fyrstu íbúð

Alþingi samþykkti nýverið lög um stuðning til kaupa á fyrstu íbúð þar sem fólki er gert kleift að ráðstafa séreignarsparnaði sem safnast hefur upp á tilteknu tímabili til kaupa á fyrstu íbúð.  Þau heimila einnig ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á höfuðstól láns sem tryggt er með veði í fyrstu íbúð og sem tekið var vegna kaupanna. Séreignarsparnaður sem nýttur er á þennan hátt er skattfrjáls. Heimilt er að nýta hann í 10 ár og er hámarksfjárhæð á ári 500 þús. kr. á einstakling.

Ungir sjóðfélagar sem huga að íbúðakaupum eru hvattir til að kynna sér þá valkosti sem þeim bjóðast í sambandi við séreignarsparnað þar sem hægt er að velja um ólíkar sparnaðarleiðir hjá mörgum vörsluaðilum.