Fara í efni

Mótframlag launagreiðenda í A deild Brúar lífeyrissjóðs hækkar ekki

 

Alþingi samþykkti í gær, 22. desember, frumvarp sem ætlað er að jafna lífeyrisréttindi á  opinberum og almennum vinnumarkaði.

Þessi lagabreyting felur í sér að mótframlag til A deildar Brúar lífeyrissjóðs verður áfram 12% fram til 1. Júní 2017 og lækkar þá niður í 11,5% þar til annað verður samið um í kjarasamningum.

Frekari upplýsingar um aðrar breytingar verða veittar síðar.

Sjá nánar á vef alþingis hér.