Fara í efni

Algengar spurningar

Lán


Geta fyrstu kaupendur nýtt séreignarsparnað til að greiða inn á lán eða í útborgun?

Já, fyrstu kaupendur og kaupendur sem ekki hafa átt fasteign í fimm ár geta nýtt sér skattfrjálsa úttekt á séreignarsparnaði skv. lögum nr. 111/2016 um stuðning til kaupa á fyrstu íbúð með síðari breytingum. 

Nánari upplýsingar um skattfrjálsa ráðstöfun séreignarsparnaðar fyrstu kaupenda er að finna á heimasíðu RSK. Þar er einnig hægt að senda inn umsókn um úrræðið með rafrænum hætti. 

Hvar get ég skoðað greiðsluseðla?

Undir Mínar síður - Lán – Lánin mín  er hægt að finna allar upplýsingar um lán.
Ýtt er á línu viðkomandi láns og þá birtast nokkrir flipar:
Samantekt  sýnir yfirlit yfir lánið, forsendur láns og núverandi stöðu.

Greiðslusaga sýnir allar afborganir sem greiddar hafa verið af láninu. Til að sjá greiðsluseðil fyrir afborgun er smellt á hnapp hægra megin við viðkomandi afborgun.

Gjalddagar sýnir áætlun fyrir ógjaldfallnar afborganir. Þegar gjalddagi nálgast og krafa hefur stofnast í netbanka er hægt að sjá ógreiddan greiðsluseðil með því að smella á hnapp hægra megin við viðkomandi gjalddaga.

Hvar finn ég upplýsingar um lánin mín?

Undir Mínar síður - Lán – Lánin mín er hægt að finna allar upplýsingar um lán.

Ýtt er á línu viðkomandi láns og þá birtast nokkrir flipar:

Samantekt sýnir yfirlit yfir lánið, forsendur láns og núverandi stöðu.

Greiðslusaga sýnir allar afborganir sem greiddar hafa verið af láninu. Til að sjá greiðsluseðil fyrir afborgun er smellt á hnapp hægra megin við viðkomandi afborgun.

Gjalddagar sýnir áætlun fyrir ógjaldfallnar afborganir. Þegar gjalddagi nálgast og krafa hefur stofnast í netbanka er hægt að sjá ógreiddan greiðsluseðil með því að smella á hnapp hægra megin við viðkomandi gjalddaga.

Get ég gert umframgreiðslu á lánin mín?

Undir Mínar síður - Lán – Lánin mín er hægt að skrá umframgreiðslur inn á lán og greiða upp lán með öruggum og einföldum hætti.

Ýtt er á línu viðkomandi láns og þá birtast nokkrir flipar. Meðal þeirra eru:

Lánareiknir gefur kost á að reikna út áhrif þess að greiða t.d. aukalega inn á lánið. Lánareiknirinn sýnir hvernig innborgunin muni bókast og hvernig áætlaðar framtíðarafborganir munu þróast. Einnig er hægt að reikna út hvernig stytting lánstíma breytir framtíðarafborgunum.

Greiða inn á lán gefur kost á að greiða aukalega inn á lánið. Þú skráir greiðslufjárhæð og staðfestir og stofnar þannig reikning í netbanka fyrir greiðslunni. Greiða upp lán sækir uppgreiðslustöðu lánsins og með því að staðfesta stofnar þú reikning í netbanka fyrir uppgreiðslunni.

Umframgreiðslusamningur gefur kost á að greiða aukalega inn á lánið með reglulegum greiðslum. Þú velur fjárhæð innborgana, hversu reglulega þú vilt greiða, hversu oft og hvaða dag mánaðar. Í framhaldinu mun reikningur birtast í netbanka þegar gjalddagi samnings nálgast.

Hvar finn ég skjöl/tilkynningar varðandi lánin mín?

Undir Mínar síður - Lán – Lánaskjölin mín  er hægt að nálgast ýmis skjöl tengd láni.

Þau geta t.d. verið: 

 • Kaupnóta fyrir afgreiðslu láns, með sundurliðun útgreiðslu 
 • Staðlaðar upplýsingar um lán (fylgir nýju láni) 
 • Tilkynningar um vaxtabreytingar 
 • Kvittanir fyrir greiðslu séreignarsparnaðar inn á lán 
 • Kvittanir fyrir umframgreiðslur 
 • Innheimtuviðvaranir 
 • Lokaaðvaranir 
 • Lánayfirlit ábyrgðarmanna 
 • Uppgreiðslukvittun

Hvernig sækja fyrstu kaupendur um að nýta séreignarsparnað í útborgun eða til greiðslu inn á lán?

Sækja þarf um úrræðið með rafrænum hætti á heimasíðu Skattsins.

Nánari upplýsingar um skattfrjálsa ráðstöfun séreignarsparnaðar fyrstu kaupenda er að finna á heimasíðu RSK.

Geta kaupendur sem ekki hafa átt íbúð í 5 ár nýtt séreignarsparnað til að greiða inn á lán eða í útborgun, líkt og fyrstu kaupendur?

Já, skv. lagabreytingu sem gerð var í júní 2022 er þeim sem ekki hafa átt íbúðarhúsnæði síðastliðin fimm ár heimilt að nýta úrræði laga um stuðning til kaupa á fyrstu íbúð nr. 111/2016 að öðrum skilyrðum uppfylltum.

Heimildin gildir þó ekki um hjón eða einstaklinga sem uppfylla skilyrði til samsköttunar ef annar aðilinn er skráður eigandi að íbúðarhúsnæði.

Nánari upplýsingar um skattfrjálsa ráðstöfun séreignarsparnaðar fyrstu kaupenda er að finna á heimasíðu RSK. Þar er einnig hægt að senda inn  umsókn um úrræðið með rafrænum hætti.

Hvernig er sótt um lán?

Sótt er um lífeyrissjóðslán og greiðslumat hér undir mínar síður.

Þegar sótt er um lán er nauðsynlegt að hafa rafræn skilríki en þau færðu  hjá bankanum þínum.  Ef fleiri en einn sækir um lán  þurfa allir umsækjendur að hafa rafræn skilríki.

Við erum tvö að sækja um lánið en aðeins ég er sjóðfélagi, þurfum við bæði að vera sjóðfélagar?

Skilyrði sjóðsins eru þau að það er nóg að annar aðilinn er sjóðfélagi.

Get ég fengið lán hjá sjóðnum?

Sjóðfélagar þurfa að uppfylla lánareglur sjóðsins.

 • Ef þú ert sjóðfélagi hjá Brú lífeyrissjóði eða Lífeyrissjóði starfsmanna Reykjavíkurborgar getur þú sótt um lán hjá sjóðnum.
 • Ef þú hefur einhvern tímann greitt iðgjald hjá sjóðnum átt þú rétt á að sækja um lán hjá sjóðnum. Þú getur kannað hvort þú hafir greitt iðgjald hjá sjóðnum hér.

 • Ef þú hefur áhuga á að gerast sjóðfélagi þá er V deild sjóðsins opin öllum. Til þess að gerast sjóðfélagi þarftu að tilkynna launagreiðanda að iðgjöld skulu greidd til Brúar lífeyrissjóðs, V deild. Frekari upplýsingar fyrir einyrkja eða launagreiðendur má finna undir skilagreinar.
 

Hverjir geta sótt um viðbótarlán?

Viðbótarlán er í boði fyrir sjóðfélaga sem eru að kaupa fasteign en er ekki í boði ef um er að ræða endurfjármögnun.

Lánareglur

Af hverju ætti ég að endurfjármagna?

Ástæður endurfjármögnunar geta verið af ýmsum toga:

 • Lánakjör eru betri
 • Aðstæður hafa breyst
 • Vilji til að lækka greiðslubyrði
 • Vilji til að hraða eignamyndun

Áður en ákvörðun um endurfjármögnun er tekin þarf að skoða skilmála núverandi lána hvað varðar uppgreiðslugjald og líftíma lánsins sem og  kostnað við endurfjármögnun. 

Lán hjá sjóðnum eru ekki með uppgreiðslugjald en í verðskrá sjóðsins má sjá kostnað við lántöku:

Kostnaður við endurfjármögnun:

 • Lántökugjald
 • Skjalagerð fyrir hvert lán
 • Greiðslumat
 • Þinglýsingargjald (innheimt af sýslumanni)

Gott er að nota lánareiknivél sjóðsins til þess að meta hvort hagstætt sé að endurfjármagna núverandi lán. Við endurfjármögnun miðast hámarkslánveiting við allt að 75% af fasteignamati eignar.

Lánareiknivél

Sjá fleiri spurningar

Hver er afgreiðslutími lána?

Sjóðurinn leggur mikin metnað að vinna lánaumsóknir hratt og vel og að jafnaði er afgreiðslutími umsókna 1-3 vikur.  Vinnsla lánaumsókna hefst ekki fyrr en öll umbeðin gögn liggja fyrir.

Er uppgreiðslugjald á lánum hjá sjóðnum?

Ekkert uppgreiðslugjald á lánum sjóðsins.

Er hægt að fá lán út á lánsveð?

Ekki eru veitt lán gegn lánsveði.

Er hægt að breyta lánstímanum eftir að lánið hefur verið tekið?

Lántaki getur óskað eftir breytingu á skilmálum skuldabréfsins í samræmi við lánareglur sjóðsins.  Í sumum tilvikum þarf að framkvæma greiðslumat að nýju. Undir mínar síður er að finna umsókn um skilmálabreytingu

Nánari upplýsingar um skilmálabreytingar má finna hér.

Hversu hátt lán er hægt að taka hjá sjóðnum?

Heildarlánsfjárhæð hvers lántaka/lántakenda fer ekki yfir kr. 95.000.000 miðað við 75% eða lægri veðsetningu. Heildarlánsfjárhæð þegar um 80% eða 85% veðsetningu við kaup er að ræða fer ekki yfir kr. 70.000.000

Hvaða kröfur gerir sjóðurinn um veð?

Aðeins er lánað gegn veði í íbúðarhúsnæði á Íslandi sem er í eigu umsækjanda og er á byggingastigi 6 eða 7 og matsstigi 7 eða 8 samkvæmt Þjóðskrá Íslands. Veð miðast að hámarki við 75% af fasteignamati eignar eða kaupverði samkvæmt kaupsamningi eða samþykktu kauptilboði.

Hámarksveðsetning er 85% fyrir viðbótar fasteignalán við kaup á fasteign. Ekki eru veitt lán til einstaklinga með veði í fleiri en þremur fasteignum.

Sjá nánar í lið 5 í lánareglum sjóðsinns.

Er greiðslumat frá öðrum en sjóðnum tekið gilt?

Sjóðurinn gerir kröfu um greiðslumat sem unnið er af starfsmönnum sjóðsins.

Hver er munurinn á fasteignaláni og viðbótar fasteignaláni?

Helsti munurinn er að vextir eru hærri á viðbótarlánum og lánstími styttri vegna áhættuálags.

Í lánareglum sjóðsins má finna frekari upplýsingar um muninni á grunnláni og viðbótarláni.

Hvar sæki ég um greiðslumat?

Sótt er um greiðslumat samhliða lánsumsókn undir mínar síður.

Hvað gerist ef lán lendir í vanskilum?

Ef til vanskila kemur þarf lántaki að greiða dráttarvexti af gjaldfallinni fjárhæð.   Alvarleg vanskil far í lögfræðilega innheimtu og þá verður lántaki að greiða lögfræðiþóknun og annan kostnað við innheimtu.

Er hægt að greiða inn á lán og lækka höfuðstólinn?

Á mínum síðum undir lánin mín er hægt með einföldum hætti greiða upp lán, greiða inn á lán og gera samning um reglulegar viðbótargreiðslur.  Greiðsluseðlar birtast i heimabanka hjá viðkomandi lántakenda.