Ýmis úrræði eru í boði hjá sjóðnum fyrir skuldara í greiðsluvanda. Áhersla er lögð á að aðstoða viðkomandi eftir fremsta megni til að lánin verði í skilum. Ef um veruleg vanskil er um að ræða er lántakenda bent á að hafa samband við ráðgjafa hjá Umboðsmanni skuldara. Sjá nánari upplýsingar: http://www.ums.is/
Almenn úrræði
- Lánstími lengdur
- Frestun greiðslna á afborgunum og verðbótum
- Vanskilum og kostnaði verði bætt við höfuðstól lánsins
- Greiðslumáta breytt, þ.e. úr jöfnum afborgunum í jafnar greiðslur.
Sérstakt úrræði
- Hægt er að óska eftir tímabundnum vanskilasamning en þá er samið um uppgjör vanskila á ákveðnu tímabili. Vinsamlegast hafið samband við sjóðinn fyrir frekari upplýsingar, lanamal@lifbru.is eða í síma 540-0700.
Umsókn um skilmálabreytingu/skuldbreytingu vegna greiðsluerfiðleika.