Breytingar á skrifstofu sjóðsins

Breytingar á skrifstofu sjóðsins

Unnið er nú að breytingum á húsnæði Brúar lífeyrissjóðs og fylgja þeim heilmiklar framkvæmdir næstu vikur. Starfsfólk sjóðsins lætur ekkert trufla sig og leggur áherslu á að þjóna sjóðfélögum af bestu getu. Eins og sjá má gengur mikið á í móttöku sjóðsins og biðjum við þá sem heimsækja okkur afsökunar á óþægindum sem þetta kann að valda.

Við hlökkum til að bjóða upp á notalegra og huggulegra umhverfi bæði fyrir sjóðfélaga og starfsmenn í kringum 20. mars.