Lífeyrisréttindi, landamæri og EES-samningurinn

Lífeyrisréttindi, landamæri og EES-samningurinn

Á örfáum árum hefur fjölgað gríðarlega fólki sem á lífeyrisréttindi í öðrum löndum. Fjölga mun áfram í þessum hópi vegna breyttra viðhorfa til búsetu, alþjóðavæðingar í atvinnurekstri og hreyfanleika yfirleitt á vinnumarkaði.

Íslendingar sem hafa búið í öðrum ríkjum Evrópska efnahagssvæðisins kunna að eiga þar lífeyrisréttindi án þess að vita af þeim sjálfir. Þetta segir Anna Elísabet Sæmundsdóttir deildarstjóri erlendra mála hjá Tryggingastofnun í viðtali við Lífeyrismál.is. Hægt er að biðja Tryggingastofnun um að hafa milligöngu við viðkomandi stofnanir til að kanna það hvort réttindi séu til staðar eða ekki. Í viðtalinu er annars vegar gefið dæmi um hvernig upplýsingar eru sóttar um eftirlaunarétt í öðrum löndum fyrir fólk sem er búsett á Íslandi og hins vegar hvernig upplýsingar eru sóttar um eftirlaunarétt hér á landi fyrir fólk sem er búsett erlendis.

Hægt er að lesa allt viðtalið hér.