Ný persónuverndarlöggjöf

Ný persónuverndarlöggjöf

Ný persónuverndarlöggjöf hefur tekið gildi í ríkjum Evrópusambandsins. Nýju lögin taka gildi á Íslandi þegar Alþingi hefur samþykkt ný lög um persónuvernd. Búast má við því á næstu mánuðum.

Löggjöfin mun kalla á breytingar í starfsemi lífeyrissjóðanna þar sem þeir vinna persónuupplýsingar í starfsemi sinni. Meginmarkmið laganna er að færa einstaklingum betri stjórn á persónuupplýsingum sínum og verða gerðar ríkari kröfur um gagnsæi og upplýsingagjöf til einstaklinga. Réttindi einstaklinga verða aukin og nýjar og strangari skyldur lagðar á fyrirtæki og stofnanir sem vinna persónuupplýsingar.

Sjóðurinn hóf undirbúning við innleiðingu á löggjöfinni á haustmánuðum 2017 og vinnur að því að breyta og uppfæra verkferla og verklagsreglur sjóðsins þar sem við á.