Fara í efni

Starfshættir við uppgreiðslu fasteignalána kannaðir

Fjármálaeftirlitið hóf í febrúar 2018 athugun á því hvernig vinnuferli við uppgreiðslu fasteignalána er háttað hjá Brú lífeyrissjóði og sjö öðrum lánastofnunum. Markmið athugunarinnar var að skoða sérstaklega hvort starfsemi væri í samræmi við eðlilega og heilbrigða viðskiptahætti, sbr. 1. mgr. 8. gr. laga nr. 87/1998 um opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi. 
Athugunin beindist að því hvenær aflýsing skjala vegna uppgreiddra fasteignalána er framkvæmd, hvernig og hvenær frumrit aflýsts lánaskjals er sent skuldara. Verkferlar voru skoðaðir, ásamt því að óskað var eftir upplýsingum um hvenær og hvernig skuldari væri upplýstur um vinnuferli við uppgreiðslu fasteignalána. 

Fjármálaeftirlitið taldi ekki tilefni til að gera athugasemdir við starfshætti Brúar lífeyrissjóðs vegna uppgreiðslu
fasteignalána.að teknu tilliti til þeirra gagna og upplýsinga sem eftirlitið kannaði.