Fara í efni

Eftirlaunaöryggi á Íslandi það þriðja besta

Samkvæmt alheimseftirlaunastaðlinum, Global Retirement Index, fyrir árið 2017 skipar Ísland þriðja sæti á eftir Noregi og Sviss þegar kemur að samanburði um öryggi og afkomu eftirlaunaþega í heiminum. Natixis Global Asset Management stofnunin setur staðalinn og kannar þjóðhagslegar breytingar á milli ára. Löndin fá einkunn fyrir sterkt velferðarkerfi, heilbrigðiskerfi, jafnlaunastefnu og öflugt lífeyrissjóðakerfi. Svíþjóð er í 4. sæti, Danmörk í 8. sæti, Finnland í 12. sæti og Bandaríkin eru í 17. sæti.

Hér er hægt að kynna sér skýrsluna í heild sinni.