Fara í efni

Kvennafrídagur - sjóðurinn lokar kl. 14:55

Samkvæmt nýjustu tölum Hagstofu Íslands um launamun kynjanna eru meðalatvinnutekjur kvenna 74 prósent af meðalatvinnutekjum karla. Konur eru samkvæmt því með 26 prósent lægri atvinnutekjur að meðaltali. Ef miðað er við það hafa konur unnið fyrir launum sínum eftir fimm klukkustundir og 55 mínútur ef miðað er við fullan vinnudag sem hefst klukkan níu og lýkur klukkan 17.  Með sama áframhaldi muni konur ekki fá sömu laun og karlar fyrr en árið 2047, sem er eftir 29 ár.