Nýr sviðstjóri eignastýringarsviðs

Svandís Rún Ríkarðsdóttir er nýr sviðstjóri eignastýringarsviðs
Svandís Rún Ríkarðsdóttir er nýr sviðstjóri eignastýringarsviðs

Nýr sviðstjóri eignastýringarsviðs

Svandís Rún Ríkarðsdóttir hefur hafið störf sem sviðstjóri eignastýringar hjá Brú lífeyrissjóði. Svandís hefur starfað á verðbréfamarkaði frá árinu 2004. Fyrst hjá VÍB, eignastýringu Íslandsbanka, sem ráðgjafi í fjármálum og Íslandssjóðum sem sjóðstjóri. Árið 2009 var hún annar stofnandi rekstrarfélagsins Rose Invest hf. þar sem hún gegndi starfi framkvæmdastjóra og sjóðstjóra. Frá árinu 2012 hefur Svandís starfað sem sjóðstjóri hjá eignastýringu Landsbankans.

 

Árið 2016 kom út bókin Lesið í markaðinn eftir þau Sigurð B. Stefánsson og Svandísi Rún Ríkarðsdóttur sem gefin var út af Crymogeu í samstarfi við Landsbankann.

 

Svandís er viðskiptafræðingur frá Háskóla Íslands með M.Sc. gráðu í eignastýringu frá Háskólanum í Reykjavík auk þess sem hún hefur lokið prófi í verðbréfaviðskiptum. Svandís er gift Elmari Hallgríms Hallgrímssyni og eiga þau þrjú börn.