Fara í efni

Rafræn birting úrskurða lífeyris - dregið úr notkun pappírs

Frá og með 1. febrúar 2019 verða úrskurðir um lífeyri birtir rafrænt á umsóknarvef sjóðsins. Tilkynning um birtingu berst sjóðfélaga í tölvupósti og verður úrskurður um lífeyri aðgengilegur sjóðfélaga á umsóknarvef sjóðsins, óháð því hvort hann hafi sótt um rafrænt.

Rafræn birting úrskurða lífeyris er liður sjóðsins í að draga úr notkun pappírs.