Brú lífeyrissjóður veitir sjóðfélögum sínum réttindi til ævilangs lífeyris.
Til viðbótar ávinna sjóðfélagar sér rétt til örorkulífeyris, makalífeyris og barnalífeyris.
Þrjár lífeyrisdeildir
Brú lífeyrissjóður rekur þrjár deildir með ólíkum lífeyriskerfum, A deild, V deild og B deild.
Ef þú ert ekki viss um í hvaða deild þú ert, getur þú farið inn á sjóðfélagavefinn.
Þeir sem eru í A deild geta skipt yfir í V deild.
Við mælum með að sjóðfélagar kynni sér rækilega muninn á deildunum áður en þeir skipta um deild.
Innheimta lífeyrisiðgjalda
Sjóðurinn sér um innheimtu vangoldinna iðgjalda hjá launagreiðanda fyrir hönd sjóðfélaga.
Mikilvægt er að fylgjast vel með því að iðgjöld berist frá launagreiðanda. Sjóðurinn sendir yfirlit yfir iðgjaldagreiðslur til sjóðfélaga tvisvar á ári sem geta þá farið yfir hvort iðgjöldin sem fram koma á yfirlitinu séu í samræmi við launaseðla.
Þegar þú hefur störf hjá nýjum launagreiðanda er mikilvægt að þú fylgist með því að fyrstu iðgjaldsgreiðslur skili sér til sjóðsins.
Ef iðgjöld skila sér ekki er rétt að hafa samband við sjóðinn sem fyrst vegna innheimtu þeirra.
Sjóðfélagavefur og Lífeyrisgáttin
Sjóðfélagar geta fylgst með áunnum réttindum sínum á sjóðfélagavef.
Öll lífeyrisréttindi sem hafa áunnist á starfsævi sjóðfélaga (frá öllum lífeyrissjóðum sem sjóðfélagi hefur átt aðildi að) er hægt að sjá í Lífeyrisgáttinni sem er á sjóðfélagavefnum.
Ef þú ert ekki með aðgang að sjóðfélagavefnum, getur sjóðfélagi komist inn á hann með rafrænum skilríkjum í símanum eða sótt um veflykil á síðunni sem er þá sendur í netbanka undir rafræn skjöl.