Fara í efni

Starfslok B deild


Þeir sem eru orðnir 65 ára og hafa látið af störfum hjá sínu sveitarfélagi geta hafið töku lífeyris. Þeir sem hafa náð 95 ára reglunni sem er samanlagður sjóðfélagaaldur og lífaldur geta þó hafið töku lífeyris fyrr. Við mælum með að þeir sem eru að nálgast 95 ára regluna hafi samband við lífeyrisfulltrúa Brúar til að kynna sér réttindi sín.

Umsókn um lífeyri

Hvernig sækir þú um?

Þegar þú hefur ákveðið að hefja töku eftirlauna fyllir þú út umsókn. Þú átt kost á að óska eftir því að umsókn verði send áfram á aðra lífeyrissjóði þar sem þú átt geymd réttindi, og spara þér ómakið við að senda umsóknir líka þangað. 

Þú getur farið beint inn á umsóknarvef hér

Þess ber þó að geta að efirlaunaaldur er breytilegur eftir lífeyrissjóðum þannig að samsetning lífeyris gæti verið mismunandi fyrstu árin. Hjá lífeyrissjóðum er almennt miðað við að taka ellilífeyris hefjist við 67 ára aldur. Þannig mælum við með að lífeyristaki kynni sér réttindi og reglur þeirra sjóða sem hann á réttindi í.

Lífeyrisgáttin

Hægt er að nálgast upplýsingar um lífeyrisréttindi bæði í þessum sjóði sem og í öðrum lífeyrissjóðum í Lífeyrisgáttinni á sjóðfélagavefnum. Athugaðu að lífeyrisréttindi eru ólík á milli sjóða og viðmiðunaraldur til lífeyristöku misjafn.

Þú getur farið inn á Lífeyrisgáttina hér. 

Meðaltalsregla eða eftirmannsregla

Viðmið lífeyris getur verið annað hvort skv. meðaltalsreglu eða eftirmannsreglu.

Meðaltalsregla

Almenna reglan er sú að lífeyrir breytist mánaðarlega skv. vísitölu launa opinberra starfsmanna.  Lífeyrir miðast við lokastarfslaun sjóðfélaga og síðan er vísitölu launa opinberra starfsmanna fylgt. Allir sem eiga geymd réttindi fara á meðaltalsreglu.

Eftirmannsregla

Þeir sem hefja töku lífeyris í beinu framhaldi af starfi geta óskað eftir að lífeyrir fylgi launum eftirmanns. Lífeyrir miðast þá við laun eftirmanns sjóðfélaga í starfi og fylgir kjarasamningum.

Hægt er að fá þriggja mánaða frest til að velja eftirmannsreglu. Meðaltalsreglan er meginregla og fara sjóðfélagar sjálfkrafa á hana, velji þeir ekki eftirmannsreglu.

Hægt er að færa sig af eftirmannsreglu yfir á meðaltalsreglu, en ekki öfugt. 

Skattur

Sjóðfélagi þarf að merkja á umsókninni viðeigandi skattþrep og hvort nýta eigi skattkort hjá lífeyrissjóðnum. Með breytingum sem áttu sér stað á árinu 2016 var útgáfu skattkorta hætt hjá Ríkisskattstjóra og í stað þeirra er notaður rafrænn persónuafsláttur. Það er á ábyrgð sjóðfélaga að láta sjóðinn vita hvort hann óski eftir því að nýta rafrænan persónuafslátt sem og í hvaða skattþrepi skattgreiðslur eiga að vera.

Staðgreiðsla skatta 2023 er reiknuð í þremur þrepum

Af fyrstu 409.986 kr. .................................... 31,45%

Af tekjum 409.987 til 1.151.012 kr. .......... 37,95%

Af fjárhæð umfram 1.515.012 kr. ............. 46,25%

Persónuafsláttur er 59.665 kr. á mánuði.

Upplýsingar hjá RSK

Umsóknartími

Umsóknarferlið tekur u.þ.b. hálfan mánuð þannig að sjóðfélagi þarf að senda inn umsókn sína fyrir 15. dag mánaðar á undan þeim mánuði sem hann hyggst fá fyrstu greiðslu eftirlauna.