Samþykktir Brúar lífeyrissjóðs


Breyttar samþykkir Brúar lífeyrissjóðs tóku gildi þann 24. ágúst 2018. Samþykktirnar voru samþykktar af stjórn sjóðsins þann 23. apríl 2018 og samþykktar af aðildarfélögum sjóðsins, BHM, BSRB, KÍ og Sambandi íslenskra sveitarfélaga. Samþykktirnar voru sendar til umsagnar Fjármálaeftirlitsins og staðfestar af Fjármála- og efnahagsráðuneytinu þann 24. ágúst 2018.

Breytingarnar eru í sjö liðum og taka til eftirtalinna atriða; hálfur lífeyrir í A og V deildum sjóðsins, ákvæði um lífeyrisauka A deildar og ákvæði um sjóðfélaga sem öðlast hafa jafna ávinnslu hjá bæði A deild Brúar lífeyrissjóðs og A deild Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins (LSR), sameining Lífeyrissjóðs starfsmanna Kópavogsbæjar við B deild sjóðsins, breytingar á réttindaákvæðum Lífeyrissjóðs starfsmanna Akraneskaupstaðar í B deild sjóðsins og ákvæði 35.6, skýringarákvæði um áunninn réttindi í V deild fyrir breytingar 1. júní 2017 og ákvæði um framreikning makalífeyris, viðmiðun stopulla ára í A deild og ákvæði um breytingar á samþykktum sjóðsins.

Rétt er þó að geta þess að ákvæði samþykktanna um hálfan lífeyri taka gildi 1. september 2018.

 

Hér má sjá samþykktir Brúar lífeyrissjóðs í heild sinni.