Samþykktir Brúar lífeyrissjóðs

Nýjar samþykkir Brúar lífeyrissjóðs tóku gildi þann 1. júní 2017. Samþykktirnar voru samþykktar af stjórn sjóðsins þann 8. maí og yfirfarnar af aðildarfélögum sjóðsins, BHM, BSRB, KÍ og Sambandi íslenskra sveitarfélaga. Samþykktirnar voru sendar til umsagnar Fjármálaeftirlitsins og staðfestar af fjármála- og efnahagsráðuneytinu þann 1. júní 2017.

Breytingar í samþykktum varða fyrst og fremst  A deild sjóðsins vegna breytinga á lögum um Lífeyrissjóð starfsmanna ríkisins sem samþykkt voru á Alþingi 22. desember 2016. Breytingarnar hafa mismunandi áhrif á sjóðfélaga m.a. hvað varðar réttindaöflunr og viðmiðurnaraldur lífeyristöku. Breytingin hefur einnig áhrif á viðmiðunaraldur lífeyristöku í V deild sem og réttindatöflur.

Þá var V. kafli samþykkta um B deild aðlagaður vegna inngöngu Eftirlaunasjóðs Reykjanesbæjar í B deild og viðauka bætt við með réttindaákvæðum úr samþykktum Eftirlaunasjóðsins. 

 

Sjá nánar um breytingu á A deild hér.

Hér má sjá samþykktir Brúar lífeyrissjóðs í heild sinni.