Fara í efni

Ársreikningur Lífeyrissjóðs starfsmanna Reykjavíkurborgar 2017

Stjórn sjóðsins hefur samþykkt ársreikning sjóðsins fyrir árið 2017 en starfsemin á árinu var með hefðbundnum hætti.  Helstu stærðir ársins eru þessar:

Iðgjöld sjóðfélaga 297 m.kr. og aukaframlög launagreiðenda 2.268 m.kr.

Lífeyrir 4.446 m.kr.

Hreinar fjárfestingatekjur 4.671 m.kr.

Rekstrarkostnaður 190 m.kr.

Hrein eign til greiðslu lífeyris  76.662 m.kr.

Heildareignir umfram skuldbindingar 21.347 m.kr

Raunávöxtun ársins var 4,3%

Að meðaltali voru 392 sjóðfélagar virkir og lífeyrisþegar voru 3.151.

Væntanleg þróun sjóðsins er að á komandi árum mun lífeyrissjóðurinn þurfa að huga að því að selja eignir til að standa undir lífeyrisgreiðslum þar sem lífeyrisbyrði sjóðsins þyngist nú á hverju ári.    

Ársreikningur 2017