Fara í efni

Ársfundur LsRb 2016

Ársfundur Lífeyrissjóðs starfsmanna Reykjavíkurborgar var haldinn 26. maí sl. í fundarsal Lífeyrissjóðs starfsmanna sveitarfélaga að Sigtúni 42, 105 Reykjavík. 

Formaður stjórnar, Skúli Helgason, flutti skýrslu stjórnar, framkvæmdastjóri sjóðsins, Gerður Guðjónsdóttir, kynnti afkomu sjóðsins á árinu 2015 í árskýrslu sjóðsins ásamt skýrslu um tryggingafræðilega athugun. Guðmundur Friðjónsson, sviðstjóri eignastýringar, kynnti fjárfestingarstefnu sjóðsins fyrir árið 2016, þá var sagt frá breytingu á skipan stjórnar á árinu sem er að Skúli Helgason tók sæti sem formaður stjórnar í stað Bjarkar Vilhelmsdóttur í september 2015 og Marta Guðjónsdóttir tók sæti Hildar Sverrisdóttur í aðalstjórn í apríl 2016 og Hildur tók sæti varamanns á sama tíma í stað Júlíusar Vífils Ingvarssonar. 

Engar breytingar voru á samþykktum sjóðsins en tilkynnt um endurskoðun á samþykktunum á árinu 2016. 

Engin önnur mál voru borin upp.

 

Fundargerð ársfundar LsRb 2016

 

Fjallað var um eftirfarandi gögn á ársfundinum: 

Afkoma ársins 2015

Ársreikningur LsRb 2015

Fjárfestingarstefna 2016

Tryggingafræðileg athugun LsRb 2015