Fara í efni

Breytingar á láni

Aðstæður fólks geta breyst frá upphaflegum forsendum láns og því getur verið nauðsynlegt að óska eftir breytingum á láni. Hér má finna upplýsingar um hvaða breytingar er hægt að óska eftir.  Í sumum tilfellum getur þurft að fá samþykki síðari veðhafa og framkvæma greiðslumat.

   
  Öllum breytingum á láni er þinglýst.

Veðleyfi

Veðleyfi:

Lántakandi getur óskað eftir að lán frá þriðja aðila fari fram fyrir veðrétt sjóðsins en þá þarf að sækja um veðleyfi.

Sækja um veðleyfi

Skilyrt veðleyfi:

Lántakandi getur óskað eftir að lán frá þriðja aðila fari fram fyrir veðrétt sjóðsins með því skilyrði að lán sjóðsins verði greitt upp en þá þarf að sækja um skilyrt veðleyfi. 

Sækja um skilyrt veðleyfi

Veðflutningur

Lántakandi getur flutt lán milli fasteigna þegar eign er seld og önnur keypt ef skilyrði lánareglna heimila það. 

  • Með umsókninni þarf að skila kaupsamningi vegna kaupanna og eftirstöðvum áhvílandi lána á þeirri eign.

Umsókn um veðflutning

Skilmálabreyting 

       Almennar skilmálabreytingar

Lántakandi getur óskað eftir breytingu á skilmálum skuldabréfsins í samræmi við lánareglur sjóðsins en í sumum tilfellum þarf að gera greiðslumat að nýju. Skilmálabreytingar geta verið t.d:

  • Lengja eðs stytta lánstíma

  • Greiðslumáta breytt, þ.e. úr jöfnum afborgunum í jafnar greiðslur eða öfugt.

Umsókn um skilmálabreytingu

Úrræði vegna greiðsluerfiðleika

Ýmis úrræði eru í boði hjá sjóðnum fyrir skuldara í greiðsluvanda. Áhersla er lögð á að aðstoða viðkomandi eftir fremsta megni til að lánin verði í skilum. Ef um veruleg vanskil er um að ræða er lántakenda bent á að hafa samband við ráðgjafa hjá Umboðsmanni skuldara.  Sjá nánari upplýsingar: http://www.ums.is/

Almenn úrræði:

  • Lánstími lengdur

  • Frestun greiðslna á afborgunum og verðbótum

  • Vanskilum og kostnaði verði bætt við höfuðstól lánsins

  • Greiðslumáta breytt, þ.e. úr jöfnum afborgunum í jafnar greiðslur.

Sérstakt úrræði:

  • Hægt er að óska eftir tímabundnum vanskilasamning en þá er samið um uppgjör vanskila á ákveðnu tímabili. Vinsamlegast hafið samband við sjóðinn fyrir frekari upplýsingar, lanamal@lifbru.is eða í síma 540-0700.

Umsókn um skilmálabreytingu/skuldbreytingu vegna greiðsluerfiðleika.

Skuldaraskipti

  • Ef lántakandi óskar eftir að nýr skuldari bætist við á skuldabréf þarf að sækja um skuldaraskipti en þá þarf sjóðurinn að sækja  lánshæfismat og framkvæma greiðslumat.

Umsókn um skuldaraskipti