Sjóðfélagalán

 

 

 

 

Brú lífeyrissjóður lánar sjóðfélögum sínum verðtryggð lán með föstum vöxtum og óverðtryggð lán með breytilegum vöxtum. 

  • Fjárhæð lána er frá 1.000.000 kr. til 50.000.000 kr.,
  • Lánstími er frá 5 árum upp í 40 ár.
  • Hámarks veðhlutfall er 75% af fasteignamati fasteignar. Söluverð samkvæmt kaupsamningi kemur eftir atvikum í stað fasteignamats.
  • Skilyrði er um 1. veðrétt fari veðhlutfall yfir 65% og fari veðhlutfall umfram 75% af fasteignamati eignar er hámarks lánstími  35 ár.
  • Veðsetning getur aldrei farið yfir 100% af brunabótamatsverði og lóðarmatsverði eignar.
  • Lántökukostnaður er samkvæmt verðskrá sjóðsins. 
  • Ekkert uppgreiðslugjald er við uppgreiðslu lána.
  • Lán eru með mánaðarlegum gjalddögum 5. hvers mánaðar.

Lánareiknivél    Lánareglur    Sækja um lán    Verðskrá lána