Sjóðfélagalán

Brú lífeyrissjóður býður sjóðfélögum lán á hagstæðum kjörum gegn veði í íbúðarhúsnæði.

Sjóðurinn starfar af heiðarleika, sanngirni og gagnsæi með fagmennsku að leiðarljósi við lánveitingar til sjóðfélaga sjóðsins. Sjóðurinn hefur réttindi og hagsmuni sjóðfélaga í huga við lánveitingar sjóðsins.

 

Hér má nálgast  Lánareiknivél    

Hér má nálgast  Lánareglur             

Hér er hægt að  sækja um lán

Hér er hægt að sjá gjaldskrá lána

                   

Hvernig lán veitum við?

Brú lífeyrissjóður býður upp á verðtryggð lán með föstum vöxtum annars vegar og óverðtryggð lán með breytilegum vöxtum hins vegar. 

  • Sjóðurinn lánar frá 1.000.000 kr. upp í allt að 50.000.000 kr., frá 5 árum upp í 40 ár.
  • Hámarks veðhlutfall er 75% af fasteignamati fasteignar. Söluverð samkvæmt kaupsamningi kemur eftir atvikum í stað fasteignamats.
  • Sjóðurinn gerir skilyrði um 1. veðrétt fari veðhlutfall yfir 65% og/eða ef veðhlutfall fer umfram 75% af fasteignamati eignar og er hámarks lánstími slíkra lána 35 ár.
  • Lántökugjald er aðeins 51.000 kr.
  • Ekkert lántökugjald er tekið við endurfjármögnum lána frá sjóðnum, ef lán eru eldri en 12 mánaða.
  • Ekkert uppgreiðslugjald er við uppgreiðslu lána.
  • Lán eru með mánaðarlegum gjalddögum 5. hvers mánaðar.

Heildarlántökukostnaður, heildarfjárhæð sem greiða skal og árleg hlutfallstala kostnaðar geta tekið breytingum í tilviki fasteignalána með breytilegum forsendum sem getur leitt til aukins kostnaðar fyrir sjóðfélaga. Sjá nánar lánareiknivél.

 

Lánaráðgjöf ekki veitt af sjóðnum

Sjóðurinn veitir ekki lánaráðgjöf og er sjóðfélögum bent á að leita til fjármálaráðgjafa hvað slíka ráðgjöf varðar.