Brú lífeyrissjóður býður sjóðfélögum sínum og sjóðfélögum Lífeyrissjóðs starfsmanna Reykjavíkurborgar upp á fjölbreytt lán, til íbúðakaupa, viðhalds á húsnæði eða endurfjármögnunar.
Sjóðurinn leggur sig fram að vinna lánsumsóknir eins fljótt og kostur er. Vinnsla lánsumsókna getur ekki hafist fyrr en umbeðin gögn hafa skilað sér til sjóðsins. Ef lántakendur eru fleiri en einn þurfa aðrir lántakendur að skila inn sínu samþykki fyrir gagnaöflun. Lánsumsókn og samþykki fyrir gagnaöflun er staðfest með rafrænum skilríkjum á umsóknarvef, hnappar með beinni slóð eru hér fyrir neðan.
Afgreiðsla lánaumsóknar getur tekið 2-4 vikur.
Umsóknir vegna fasteignakaupa eru afgreiddar í forgangi.
Sækja um lán Samþykki fyrir gagnaöflun meðskuldara Algengar spurningar
Get ég fengið lán hjá sjóðnum?
-
Ef þú ert sjóðfélagi hjá Brú lífeyrissjóði eða Lífeyrissjóði starfsmanna Reykjavíkurborgar getur þú sótt um lán hjá sjóðnum.
Nóg er að einn af umsækjendum sé sjóðfélagi -
Er ég sjóðfélagi? Þú getur kannað það hér.
-
Ef þú hefur einhvern tímann greitt iðgjald hjá sjóðnum átt þú rétt á að sækja um lán hjá sjóðnum. Þú getur kannað hvort þú hafir greitt iðgjald hjá sjóðnum hér.
-
Ef þú hefur áhuga á að gerast sjóðfélagi þá er V deild sjóðsins opin öllum. Til þess að gerast sjóðfélagi þarftu að tilkynna launagreiðanda að iðgjöld skulu greidd til Brúar lífeyrissjóðs, V deild. Frekari upplýsingar fyrir einyrkja eða launagreiðendur má finna undir skilagreinar.
Fjölbreytt íbúðalán
Brú lífeyrissjóður býður upp á fjölbreytt úrval lána.
Verðtryggð lán með 3,5% föstum vöxtum og 3,1% breytilegum vöxtum
Sjóðurinn býður upp á verðtyggð lán með 3,5% föstum eða 3,1% breytilegum vöxtum og greiðslufyrirkomulag getur verið jafnar greiðslur eða jafnar afborganir.
Fastir vextir
Fastir vextir eru alltaf þeir sömu, út líftíma lánsins og eru nú 3,50%. Með því að festa vexti lánsins hafa breytingar á vaxtakjörum ekki áhrif á vaxtakjör sjóðfélaga.
Breytilegir vextir
Breytilegir vextir verðtryggðra lána ákvarðast ársfjórðungslega, nema stjórn sjóðsins ákveði annað og eru nú 3,1%. Við ákvörðun vaxta og vaxtabreytinga er einkum horft til ávöxtunarkröfu á verðtryggðum ríkisskuldabréfum á markaði og/eða almennra vaxtakjara á markaði á sambærilegum lánum.
Samkvæmt lögum verða verðtryggð lán að vera til að minnsta kosti fimm ára. Lánstími getur verið frá 5-40 ár ef heildarveðsetning eignar er undir 65% af fasteignamati. Ef veðsetning er hærri er hámarkslánstími 35 ár.
Óverðtryggð lán með 7,90% breytilegum vöxtum
Sjóðurinn býður upp á óverðtryggð lán með 7,90% breytilegum vöxtum og greiðslufyrirkomulagið getur verið jafnar greiðslur eða jafnar afborganir.
Vextir eru endurskoðaðir ársfjórðungslega og geta þá tekið breytingum nema ef stjórn ákveði annað. Í upphafi lánstíma og hvers fastvaxtatímabils er tekið mið af þágildandi breytilegum óverðtryggðum vöxtum.
Breytilegir vextir geta hækkað eða lækkað eftir því hvernig markaður og efnahagsástand sveiflast. Þegar vextir breytast hefur það bein áhrif á afborgun láns, en mismunandi áhrif eftir því hversu langur tími er eftir af láninu annars vegar og hins vegar eftir því hvort um jafngreiðslulán eða lán með jöfnum afborgunum er að ræða.
Óverðtryggð lán taka ekki breytingum til samræmis við breytingar á vísitölu neysluverðs. Verðlagsbreytingar hafa því ekki bein hlutfallsleg áhrif á höfuðstól og mánaðarlega greiðslu óverðtryggðra lána.
Viðbótarlán með 8,90% breytilegum vöxtum
Fyrstu kaup
Þegar um fyrstu kaup er að ræða býður sjóðurinn viðbótarlán sem nemur veðsetningu upp að 85% af kaupverði eignar, lánið skiptist þá í 75% grunnlán og 10% viðbótarlán.
Fasteignakaup
- Hámarkslánshlutfall er 80% af kaupverði eignar
- Ef lántaki á aðra fasteign sem ekki verður seld þá lækkar lánshlutfall í 75 % af kaupverði eignar
- Aldrei er hægt að sækja um hærra lán en samtala brunabótamats og lóðareignar . Hægt er að skoða allar eignir inná www.skra.is
- Aðeins er lánað í íbúðarhúsnæði
- Ef sótt er um 80% af kaupverði þá er grunnlánið 75 % af kaupverði og viðbótarlánið 5 % til viðbótar eða uppí 80 % af kaupverði
- Hægt er sækja um grunnlán með verðtryggðum vöxtum, óverðtryggðum eða blöndu þar á milli
- Hægt er að sækja um grunnlánið bæði með jöfnum greiðslum eða jöfum afborgunum
- Hámarkslánsfjárhæð er kr 95.000.000,-
- Ef sótt er um lánsfjárhæð sem er hærri en kr 50.000.000 gerir sjóðurinn ríkari kröfur varðandi greiðslugetu og lágmarks lánshæfisieinkunn allra umsækjanda er B
- Skilyrði er að a.m.k. einn af umsækjendum sé sjóðsfélagi
- 5% viðbótarlánið er föst vara með óverðtryggða vexti, jafnar afborganir og hámarkslánstíma 15 ár
- Hámarkslánstími á grunnláni er 40 ár ef veðsetning er undir 65% af fasteignarmati eignar, en styttist í 35 ár ef veðsetning er hærri.
- Umsækjendur þurfa ekki að vera tengdir aðilar
- Allir umsækjendur þurfa að vera/verða eigendur þeirrar eignar sem veðsett er fyrir láni
- Yfirlit yfir eigið fé þarf að fylgja með umsókn (ef það kemur ekki úr sölu á annarri eign) og þarf yfirlitið að vera úr netbanka reikningseiganda sem sýnir reikningseiganda, dagsetningu og fjárhæð á reikningi. Skjáskot er ekki fullnægjandi.
- Sótt er um lánið inná www.lifbru.is undir MÍNAR SÍÐUR- UMSÓKNIR .
- Upplýsingar um vexti sjóðsins er að finna hér
- Upplýsingar um verðskrá sjóðsins er að finna hér
- Upplýsingar varðandi nýtingu á séreignarsparnað til þess að greiða inn á lán er að finna á þessum heimasíðum www.rsk.is og www.leidretting.is
Þau skjöl sem þurfa að fylgja umsókn eru:
- Síðasta skattframtal (er hægt að nálgast á heimasíðu RSK, undir framtal síðustu ára á mínum síðum)
- Staðgreiðsla þessa árs og síðasta árs (er hægt að nálgast á heimasíðu RSK undir almennt á mínum síðum)
- Kauptilboð ásamt söluyfirlit
- Yfirlit yfir eigið fé
-
Ef umsækjandi mun eftir lántöku áfram skulda önnur fasteignaveðtryggð lán, með veði í sömu eða annarri fasteign, þarf að skila inn afriti af greiðsluseðli
Endurfjármögnun
- Hámarkslánshlutfall er 75% af nýjasta fasteignarmati sem birt hefur verið
- Aldrei er hægt að sækja um hærra lán en samtala brunabóta- og lóðamats. Hægt er að skoða allar eignir inná www.skra.is
- Aðeins er lánað í íbúðarhúsnæði
- Hægt er sækja um grunnlán með verðtryggðum vöxtum, óverðtryggðum eða blöndu þar á milli
- Hægt er að sækja um grunnlán bæði með jöfnum greiðslum eða jöfnum afborgunum
- Hámarkslánsfjárhæð er kr 95.000.000,-
- Ef sótt er um lánsfjárhæð hærri en kr 50.000.000 gerir sjóðurinn ríkari kröfur varðandi greiðslugetu og lágmarks lánshæfisieinkunn allra umsækjanda er B.
- Skilyrði er að a.m.k. einn af umsækjendum sé sjóðsfélagi
- Hámarkslánstími á grunnláni er 40 ár ef veðsetning er undir 65% af fasteignarmati eignar, en styttist í 35 ár ef veðsetning er hærri.
- Umsækjendur þurfa ekki að vera tengdir aðilar
- Allir umsækjendur þurfa að vera/verða eigendur þeirrar eignar sem veðsett er fyrir láni
- Sótt er um lán með rafrænum hætti á heimasíðu sjóðsins www.lifbru.is undir MÍNAR SÍÐUR- UMSÓKNIR.
- Vexti sjóðsins má sjá hér
- Verðskrá sjóðsins má sjá hér
- Upplýsingar varðandi nýtingu á séreignarsparnað til þess að greiða inn á lán er að finna á þessum heimasíðum www.rsk.is og www.leidretting.is
Þau skjöl sem þurfa að fylgja umsókn eru:
- Síðasta skattframtal (er hægt að nálgast á heimasíðu RSK, undir framtal síðustu ára á mínum síðum)
- Staðgreiðsla þessa árs og síðasta árs (er hægt að nálgast á heimasíðu RSK undir almennt á mínum síðum)
- Síðasta greiðsluseðil þeirra lán sem greiða á upp (ef ekki hjá Brú) sem og af öðrum lánum sem kunna að vera til staðar með veði í öðrum fasteignum, ef við á.
-
Ef umsækjandi mun eftir lántöku áfram skulda önnur fasteignaveðtryggð lán, með veði í sömu eða annarri fasteign, þarf einnig að skila inn afriti af greiðsluseðli þeirra
Fyrstu kaup
-
- Hámarkslánshlutfall er 85% af kaupverði eignar
- Aldrei er hægt að sækja um hærra lán en samtala brunabóta- og lóðamats. Hægt er að skoða allar eignir inná www.skra.is
- Aðeins er lánað í íbúðarhúsnæði
- Ef sótt er um 85% af kaupverði þá er grunnlánið 75% af kaupverði og viðbótarlánið 10% til viðbótar eða uppí 85% af kaupverði
- Hægt er sækja um grunnlán með verðtryggðum vöxtum, óverðtryggðum eða blöndu þar á milli
- Hægt er að sækja um grunnlán bæði með jöfnum greiðslum eða jöfnum afborgunum
- Hámarkslánsfjárhæð er kr 70.000.000,-
- Ef sótt er um lánsfjárhæð hærri en kr 50.000.000 gerir sjóðurinn ríkari kröfur varðandi greiðslugetu og lágmarks lánshæfisieinkunn allra umsækjanda er B.
- Skilyrði er að a.m.k. einn af umsækjendum sé sjóðsfélagi
- 10% viðbótarlánið er föst vara með óverðtryggða vexti, jafnar afborganir og hámarkslánstíma 15 ár
- Hámarkslánstími á grunnláni er 40 ár ef veðsetning er undir 65% af fasteignarmati eignar, en styttist í 35 ár ef veðsetning er hærri.
- Umsækjendur þurfa ekki að vera tengdir aðilar
- Allir umsækjendur þurfa að vera/verða eigendur þeirrar eignar sem veðsett er fyrir láni
- Yfirlit yfir eigið fé þarf að fylgja og þarf yfirlitið að vera úr netbanka reikningseiganda sem sýnir reikningseiganda, dagsetningu og fjárhæð á reikningi. Skjáskot er ekki fullnægjandi.
- Sótt er um lán með rafrænum hætti á heimasíðu sjóðsins www.lifbru.is undir MÍNAR SÍÐUR- UMSÓKNIR .
- Ef nýta á úttekt úr séreignarsparnaði sem eigið fé þarf yfirlit frá vörsluaðila þess sparnaðar að fylgja sem staðfestir þá fjárhæð sem laus er til úttektar.
- Upplýsingar um vexti sjóðsins er að finna hér
- Upplýsingar um verðskrá sjóðsins er að finna hér
- Upplýsingar varðandi nýtingu á séreignarsparnað til þess að greiða inn á lán er að finna á þessum heimasíðum www.rsk.is og www.leidretting.is
Þau skjöl sem þurfa að fylgja umsókn eru:
Lán á eftir öðrum kröfuhöfum
- Hámarks veðhlutfall lánsfjárhæðar er 65% af nýjasta fasteignarmati sem birt hefur verið þegar um endurfjármögnun er að ræða eða kaupsamningi við fasteignakaup. Ný lánveiting hjá Brú sem og önnur lán sem á undan eru þurfa að vera undir 65%.
- Aldrei er hægt að sækja um hærra lán en samtala brunabóta- og lóðamats. Hægt er að skoða allar eignir inná www.skra.is
- Aðeins er lánað með veði í íbúðarhúsnæði
- Hægt er sækja um grunnlán með verðtryggðum vöxtum, óverðtryggðum eða blöndu þar á milli
- Hægt er að sækja um grunnlán bæði með jöfnum greiðslum eða jöfnum afborgunum
- Hámarkslánsfjárhæð er kr 95.000.000,-
- Ef sótt er um lánsfjárhæð hærri en kr 50.000.000 gerir sjóðurinn ríkari kröfur varðandi greiðslugetu og lágmarks lánshæfiseinkunn allra umsækjanda er B.
- Skilyrði er að a.m.k. einn af umsækjendum sé sjóðsfélagi
- Hámarkslánstími á grunnláni er 40 ár þar sem veðsetning er undir 65% af fasteignarmati eignar.
- Umsækjendur þurfa ekki að vera tengdir aðilar
- Allir umsækjendur þurfa að vera/verða eigendur þeirrar eignar sem veðsett er fyrir láni
- Sótt er um lán með rafrænum hætti á heimasíðu sjóðsins www.lifbru.is undir MÍNAR SÍÐUR- UMSÓKNIR .
Þau skjöl sem þurfa að fylgja umsókn eru:
- Síðasta skattframtal (er hægt að nálgast á heimasíðu RSK, undir framtal síðustu ára á mínum síðum)
- Staðgreiðsla fyrir árin þessa árs og síðasta árs (er hægt að nálgast á heimasíðu RSK undir almennt á mínum síðum)
- Síðasta greiðsluseðil þeirra lána sem umsækjandi er með á fasteigninni
- Ef umsækjandi mun eftir lántöku áfram skulda önnur fasteignaveðtryggð lán, með veði í sömu eða annarri fasteign, þarf einnig að skila inn afriti af greiðsluseðli þeirra
Hver er helsti munur á jöfnum greiðslum og jöfnum afborgunum:
Þegar sótt er um lán þarf að ákveða hvort lánið er með jöfnum greiðslum eða jöfnum afborgunum.
Jafnar greiðslur (annuitet) - Hver afborgun er lægri og alltaf sama fjárhæð. Þetta veldur því að í upphafi er greitt minna inn á höfuðstól lánsins í hverri greiðslu og meira í vexti. Eftir því sem líður á lánstímann fer hærra hlutfall hverrar afborgunar inn á höfuðstól lánsins. Gott er að skoða þetta nánar í greiðsluflæði lána í reiknivél sjóðsins
Jafnar afborganir - Hver afborgun fer að stærri hluta inn á höfuðstól og minna í vexti sem þýðir að greiðslur eru hærri til að byrja með og fara svo lækkandi smám saman á lánstímanum. Gott er að skoða þetta nánar í greiðsluflæði lána í reiknivél sjóðsins
Hver er helsti munur á verðtryggðum og óverðtryggðum lánum?
Verðtryggð lán eru tengd verðbólgu sem þýðir að höfuðstóll láns getur hækkað. Ef verðbólga er að aukast þá hækkar höfuðstóll láns í samræmi við það sem hefur í för með sér hægari eignamyndun.
Verðtryggðir vextir eru almennt lægri en óverðtryggðir sem þýðir lægri greiðslubyrði til að byrja með.
Óverðtryggð lán eru ekki tengd verðbólgu sem þýðir að verðbólga hækkar ekki höfuðstól lánsins. Höfuðstóll láns lækkar smám saman með hverri afborgun og er því um hraðari eignamyndun að ræða. Óverðtryggðir vextir eru almennt hærri en verðtryggðir sem þýðir að afborgun í hverjum mánuði er hærri.
Lánareiknivél |
|
|
Bráðabirgðagreiðslumat |
Lánareiknivélin gerir sjóðfélögum kleift að bera saman lánamöguleika sem í boði eru hjá lífeyrissjóðnum. Gagnlegt er að sjá áætlaða greiðslubyrði, afborganir og kostnað ólíkra lánamöguleika í reiknivélinni. |
Tilgangur bráðabirgðagreiðslumats Brúar er að gefa áætlaða greiðslugetu á mánuði. Gagnlegt er að nota niðurstöðu greiðslumatsins við notkun á lánareiknivélinni til að bera saman lán og lánakosti sem bjóðast. |
||
Reikna íbúðarlán |
Bráðabirgðagreiðslumat |
Frekari upplýsingar
Sækja um lán Vaxtatafla Verðskrá Lánareglur
Veð
Aðeins er lánað gegn veði í íbúðarhúsnæði á Íslandi í eigu sjóðfélaga og er miðað við allt að 75% af fasteignamati fasteignar eða kaupverði samkvæmt kaupsamningi. Veðsetning skal þó aldrei fara yfir 100% af brunabótamatsvirði auk lóðarmatsverði viðkomandi eignar. Fari veðsetning umfram 65% er hámarks lánstími 35 ár.
Ef íbúðarhúsnæði sem setja á til veðtryggingar láni er jafnframt að hluta í eigu sambúðaraðila sjóðfélaga er áskilið að viðkomandi eigandi verði meðlántakandi (samskuldari) að umbeðnu láni.
Lánshæfismat
Við afgreiðslu lánsumsókna hjá sjóðnum eru upplýsingar um lánshæfismat lántakenda sóttar í gagnagrunn um lánshæfi í samræmi við samþykki þeirra um gagnaöflun.
Lánaráðgjöf
Sjóðurinn veitir ekki lánaráðgjöf og er sjóðfélögum bent á að leita til fjármálaráðgjafa hvað slíka ráðgjöf varðar.
Ef þig vantar frekari upplýsingar endilega hafðu samband í síma 540-0700 eða lanamal@lifbru.is