Fara í efni

Ársreikningur Lífeyrissjóðs starfsmanna Reykjavíkurborgar 2022

Stjórn sjóðsins hefur samþykkt ársreikning sjóðsins fyrir árið 2022.

Helstu stærðir ársins eru þessar:

Iðgjöld sjóðfélaga 202 m.kr. (2021: 218 m.kr.) og aukaframlög launagreiðenda 2.746 m.kr. (2021: 2.431 m.kr. )

Lífeyrir 6.711 m.kr. (2021: 6.197 m.kr.)

Hreinar fjárfestingatekjur -1.329 m.kr. (2021: 9.108 m.kr.)

Rekstrarkostnaður 178 m.kr. (2021: 192 m.kr.)

Hrein eign til greiðslu lífeyris 87.180 m.kr. (2021: 92.450 m.kr.)

Heildareignir umfram skuldbindingar 15.539 m.kr. (2021: 14.483 m.kr.)

Nafnávöxtun ársins var -1,7% (2021: 10,5%)

Raunávöxtun ársins var -10,1% (2021: 5,3%)

Að meðaltali voru 191 (2021: 218) sjóðfélagar virkir og lífeyrisþegar voru 3.581 (2021: 3.684)

 

Eftir miklar verðhækkanir á verðbréfamörkuðum hérlendis og erlendis undanfarin ár varð óhagstæður viðsnúningur á árinu 2022 sem skilaði neikvæðri nafnávöxtun. Fimm ára meðaltal hreinnar raunávöxtunar er 1,4% og 10 ára meðaltal er 2,7%. Enn er verðbólga há í ríkjum heims og útlit fyrir enn frekari vaxtahækkanir en allir þessir þættir hafa áhrif á verðmyndum á verðbréfamarkaði.

Vægi hlutabréfa í eignasafni sjóðsins hefur verið aukið á síðustu árum í takti við samþykktar fjárfestingarstefnur.

Ársreikningur 2022