Fara í efni

Ársfundur LsRb 2017 var haldinn 8.maí

Ársfundur Lífeyrissjóðs starfsmanna Reykjavíkurborgar var haldinn 8. maí sl. í fundarsal Brúar lífeyrissjóðs að Sigtúni 42, 105 Reykjavík. 

Formaður stjórnar, Skúli Helgason, flutti skýrslu stjórnar, framkvæmdastjóri sjóðsins, Gerður Guðjónsdóttir, kynnti afkomu sjóðsins á árinu 2016 úr ársreikningi sjóðsins ásamt skýrslu um tryggingafræðilega athugun. Guðmundur Friðjónsson, sviðstjóri eignastýringar, kynnti fjárfestingarstefnu sjóðsins fyrir árið 2017. Þá var greint frá breytingu á skipan stjórnar á árinu þar sem Marta Guðjónsdóttir tók sæti Hildar Sverrisdóttur í aðalstjórn í apríl 2016 og Hildur tók sæti varamanns á sama tíma í stað Júlíusar Vífils Ingvarssonar. Hildur Sverrisdóttir tók við sæti Mörtu sem aðalmaður í stjórn í október 2016 og Halldór Halldórsson var skipaður varamaður í hennar stað. Í mars 2017 var Halldór Halldórsson skipaður sem aðalmaður í stað Hildar og Herdís Anna Þorvaldsdóttir var skipuð sem varamaður í stjórn.

Engar breytingar voru á samþykktum sjóðsins en tilkynnt um endurskoðun á samþykktunum á árinu 2017. 

Engin önnur mál voru borin upp.

 

Fundargerð ársfundar LsRb 2017

Afkomuyfirlit ársins 2016

 

Fjallað var um eftirfarandi gögn á ársfundinum: 

Ársreikningur LsRb 2016

Fjárfestingarstefna 2017