Fara í efni

Fjöldi ellilífeyrisþega hjá LsRb stendur í stað – konur í meirihluta lífeyrisþega

Ellilífeyrisþegar voru tæplega 3.000 talsins í október 2021 sem er sami fjöldi og í október árið á undan. Fjöldi ellilífeyrisþega LsRb hefur því staðið í stað milli ára. Konur eru í meirihluta lífeyrisþega sjóðsins, en þær eru 70% af heildarfjölda ellilífeyrisþega. Ellilífeyrisþegar yngri en 70 ára eru fjórðungur af heildarfjölda og eru því ellilífeyrisþegar eldri en 70 ára í miklum meirihluta eða 75%. Í október 2021 voru tæp 3,0% ellilífeyrisþega sjóðsins búsettir erlendis.

Örorkulífeyrisþegar voru 274 talsins í október 2021 en þeim hafði fækkað um rúmlega 11% á milli ára og eru flestir á aldrinum 50-66 ára. Um 80% örorkulífeyrisþegum eru konur.