Fara í efni

Heiða Björg Hilmisdóttir formaður stjórnar

Heiða Björg Hilmisdóttir var tilnefnd sem aðalmaður í stjórn LsRb af borgarráði Reykjavíkurborgar þann 8. júní síðast liðinn. Hún tekur við formennsku í stjórn sjóðsins af Skúla Helgasyni, en Skúli gengdi því embætti frá 2015, þegar hann tók við formennsku af Björk Vilhelmsdóttur.

Heiða Björg er borgarfulltrúi fyrir hönd Samfylkingarinnar. Hún er varaformaður MS-félagsins, formaður Norrænu MS-samtakanna, stjórnarformaður hjúkrunarheimilisins Skógarbær, stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga, Velferðarráði og í stjórn Strætó bs.