Fara í efni

Launagreiðendur hvattir til rafrænna skila á skilagreinum

Launagreiðendur sem borga iðgjöld fyrir sjóðfélaga til Lífeyrissjóðs starfsmanna Reykjavíkurborgar og nota launakerfi við vinnslu launa, eru hvattir til að senda skilagreinar rafrænt til sjóðsins með samskiptum beint úr launakerfi. Er þetta gert til þess að tryggja öryggi og nákvæmni í meðhöndlun launaupplýsinga.

 

Nánari upplýsingar er hægt að fá í síma 5 400 700 eða með því að senda tölvupóst á skilagreinar@lifbru.is