Fara í efni

Ársreikningur LsRb 2023 liggur fyrir

Stjórn sjóðsins hefur samþykkt ársreikning sjóðsins fyrir árið 2023.

Ársreikningur 2023

Helstu stærðir ársins eru þessar:

Iðgjöld sjóðfélaga 192 m.kr. (2022: 202 m.kr.) og aukaframlög launagreiðenda 2.880 m.kr. (2022: 2.746 m.kr. )

Lífeyrir 7.257 m.kr. (2022: 6.711 m.kr.)

Hreinar fjárfestingatekjur 8.826 m.kr. (2022: -1.329 m.kr.)

Rekstrarkostnaður 199 m.kr. (2022: 178 m.kr.)

Hrein eign til greiðslu lífeyris 91.622 m.kr. (2022: 87.180 m.kr.)

Heildareignir umfram skuldbindingar 103 m.kr. (2022: 15.539 m.kr.)

Nafnávöxtun ársins var 10,1% (2022: -1,7%)

Raunávöxtun ársins var 2,0% (2022: -10,1%)

Að meðaltali voru 167 (2022: 191) sjóðfélagar virkir og lífeyrisþegar voru 3.809 (2022: 3.581)

 

Ávöxtun

Ávöxtun á árinu 2023 var mun betri en á árinu á undan og frá aldamótum hefur raunávöxtun verið jákvæð fyrir utan árið 2022. Fimm ára meðaltal hreinnar raunávöxtunar er 1,3% og 10 ára meðaltal 2,5%. Talsverðar markaðssveiflur voru á árinu en þegar leið á árið varð hækkun á mörkuðum sem skýrir góða ávöxtun. Verðbólga var þó áfram há á árinu 2023 sem og hátt vaxtastig, þá hafa stríðsátök og náttúruhamfarir á Reykjanesi haft áhrif á markaðinn.

Grænar eignir

Í fyrsta sinn er sjóðurinn að veita upplýsingar um hversu stórt hlutfall af eignum sjóðsins teljast vera grænar eignir í samræmi við flokkunarreglugerð ESB (2020/852). Sú reglugerð skilgreinir hversu sjálfbær eða græn atvinnustarfsemi fyrirtækja flokkast en fyrirtækjum á fjármálamarkaði ber að nota upplýsingarnar til að upplýsa hvernig þær endurspeglast í starfsemi þeirra.

Grænt eignarhlutfall sjóðsins var 1,6% á grundvelli veltu fyrirtækja en 2,0% á grundvelli fjárfestingagjalda. Það hlutfall tekur mið af fjárfestingaeignum sjóðsins að frátöldum eignum með ríkisábyrgð en þær eru um 40% af heildar eignum sjóðsins.

Eitt af markmiðum flokkunarreglugerðar ESB er að stuðla að fjárfestingu í sjálfbærum rekstri og sporna við grænþvotti. Reglugerðin tók gildi 1. júní 2023 og er innleiðing skammt á veg komin og upplýsingar fyrirtækja því af skornum skammti. Upplýsingarnar sem hér eru settar fram ber að taka með þeim fyrirvara að vegferðin er rétt að hefjast og væntanlega verða upplýsingarnar skilmerkilegri í framtíðinni.