Fara í efni

Ársreikningur Lífeyrissjóðs starfsmanna Reykjavíkurborgar 2020

Stjórn sjóðsins hefur samþykkt ársreikning sjóðsins fyrir árið 2020.

Helstu stærðir ársins eru þessar:

  • Iðgjöld sjóðfélaga 230 m.kr. (2019: 247 m.kr.) og aukaframlög launagreiðenda 3.095 m.kr. (2019: 2.723 m.kr. )
  • Lífeyrir 5.720 m.kr. (2019: 5.393 m.kr.)
  • Hreinar fjárfestingatekjur 6.792 m.kr. (2019: 6.676 m.kr.)
  • Rekstrarkostnaður 188 m.kr. (2019: 193 m.kr.)
  • Hrein eign til greiðslu lífeyris 87.083 m.kr. (2019: 82.874 m.kr.)
  • Heildareignir umfram skuldbindingar 10.205 m.kr. (2019: 25.521 m.kr.)
  • Nafnávöxtun ársins var 8,1% (2019: 8,4%)
  • Raunávöxtun ársins var 4,4% (2019: 5,5%)
  • Að meðaltali voru 250 (2019: 290) sjóðfélagar virkir og lífeyrisþegar voru 3.599 (2019: 3.473)

Ávöxtun ársins var góð og hækkuðu hreinar tekjur af eignarhlutum um 24% milli ára. Það skýrist að stóru leyti af miklum viðsnúningi á mörkuðum eftir verðfall í fyrstu bylgju heimsfaraldurs Covid-19 ásamt því að íslenska krónan veiktist töluvert á árinu og skilaði þannig betri afkomu af erlendum fjárfestingum.

Enn er töluverð óvissa um heildaráhrif heimsfaraldurs Covid-19 á efnahagslífið og arðsemi félaga. Sjóðurinn fer sem fyrr eftir fyrirmælum almannavarna og grípur til ráðstafana í samræmi við viðbragðsáætlun sjóðsins. Sjóðurinn er langtímafjárfestir og því munu sveiflur á eignaverði jafnast út þegar til lengri tíma er litið.

Væntanleg þróun sjóðsins er að á komandi árum mun lífeyrissjóðurinn þurfa að huga að því að selja eignir til að standa undir lífeyrisgreiðslum þar sem lífeyrisbyrði sjóðsins þyngist nú á hverju ári.  

Ársreikningur 2020