Fara í efni

Ellilífeyrisþegar á eftirmannsreglu sem störfuðu sem sjúkraliðar

Sjóðurinn bíður enn eftir upplýsingum frá launagreiðanda um röðun í launatöflu vegna þeirra lífeyrisþega sem valið hafa eftirmannsreglu og fylgja launatöflu Sjúkraliðafélags Íslands. Um leið og upplýsingar berast sjóðnum verður leiðrétting á lífeyri viðkomandi lífeyrisþega framkvæmd frá gildistíma launatöflunnar, eða 1. janúar 2022.

Sjóðurinn biðst velvirðingar á því óhagræði sem töf þessari fylgir.

Nánari upplýsingar veitir lífeyrisdeild sjóðsins. Hægt er að senda tölvupóst á lifeyrir@lifbru.is, bóka viðtal í gegnum heimasíðu sjóðsins www.lifbru.is, hringja í síma 5 400 700 eða koma við á starfstöð sjóðsins að Sigtúni 42 milli kl. 09:00 og 16.00.