Fara í efni

Villa - víxlun skattþrepa 1 & 2 að hluta til.

Villa kom upp við greiðslu lífeyris sl. mánaðarmót hjá Lífeyrissjóði starfsmanna Reykjavíkurborgar sem hafði áhrif á u.þ.b. 60 lífeyrisþega sjóðsins, af tæplega 4.000 lífeyrisþegum. Lífeyrir umræddra 60 lífeyrisþega reiknaðist þar af leiðandi að hluta til í skattþrep 2, en hefði átt að reiknast í skattþrep 1.

Leiðréttingar á of- eða vangreiðslu skatta fara að öllu jöfnu fram eftir framtalsskil hjá Skattinum. Verði niðurstaðan á skattárinu 2022 fyrir umrædda lífeyrisþega sú að um ofgreiðslu skatta hafi verið að ræða munu þeir lífeyrisþegar sjá leiðréttingu við lok framtalsskila sinna á árinu 2023.

Sjóðurinn biðst velvirðingar á því óhagræði sem þessi villa hefur í för með sér fyrir hlutaðeigandi.

Sé frekari upplýsinga óskað er velkomið að hafa samband við sjóðinn með því að senda tölvupóst á lifeyrir@lifbru.is, hringja í síma 5 400 700 eða koma við á skrifstofu sjóðsins að Sigtúni 42, 105 Reykjavík.