Fara í efni

Um sjóðinn

Lífeyrissjóður starfsmanna Reykjavíkurborgar var stofnaður þann 2. janúar 1930 og hét þá Eftirlaunasjóður Reykjavíkurborgar. 

Reykjavíkurborg annaðist rekstur sjóðsins til 1. júní 1999, en þá tók Brú lífeyrissjóður við umsýslu sjóðsins.

Lífeyrissjóðnum var lokað fyrir nýjum sjóðsfélögum þann 1. júlí 1998 í samræmi við lög um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða, nr. 129 frá 1997. 

Hlutverk

Hlutverk sjóðsins er að sjá sjóðfélögum, eftirlifandi mökum þeirra og börnum fyrir lífeyri samkvæmt samþykktum sjóðsins. Sjóðurinn starfar í tveimur deildum, A-deild og B-deild.

Sjóðfélagar LsRb

Sjóðfélagi er sá sem greitt er fyrir, greiðir eða hefur greitt iðgjald til lífeyrissjóðsins og á hjá honum réttindi. Þeir einir hafa rétt til að greiða áfram til sjóðsins sem voru sjóðfélagar í júní 1998, hafa átt aðild að sjóðnum óslitið frá þeim tíma, eru í eigi minna en hálfu starfi og taka kjör samkvæmt kjarasamningum. Hafi iðgjaldagreiðsla sjóðfélaga fallið niður vegna leyfis án launa eða veikinda á viðkomandi rétt til að hefja aftur greiðslu iðgjalda innan 12 mánaða frá því að greiðsla iðgjalda féll niður.