Fara í efni

Algengar spurningar


Almennt


Þurfa erlendir ríkisborgarar að greiða iðgjöld í lífeyrissjóði?

Erlendir ríkisborgarar sem fá greidd laun hér á landi greiða í lífeyrissjóð eftir sömu reglum og íslenskir ríkisborgarar.

Hvernig nálgast ég staðfestingu á lífeyrisgreiðslum fyrir TR?

Staðfesting á lífeyrisgreiðslum má nálgast með rafrænum skilríkjum eða íslykli á sjóðfélagsvefnum undir lífeyrisgreiðslur.

Þurfa þeir sem eru sjálfstætt starfandi að greiða í lífeyrissjóð?

Sjálfstæðir atvinnurekendur þurfa eins og launamenn að greiða í lífeyrissjóð. Samkvæmt lögum ber að greiða að lámarki 12% af reiknuðu endurgjaldi í lífeyrissjóð.

 

Þarf ég að greiða í lífeyrissjóð?

Öllum launaþegum og sjálfstætt starfandi atvinnurekendum á aldrinum 16-70 ára er skylt að greiða iðgjald í lífeyrissjóð. Lámarks iðgjald er 12%, launþegi greiðir 4% og vinnuveitandi greiðir að lámarki 8%.

 


Lán


Hvernig er sótt um lán?

Sótt er um lífeyrissjóðslán og greiðslumat hér undir mínar síður.

Þegar sótt er um lán er nauðsynlegt að hafa rafræn skilríki en þau færðu  hjá bankanum þínum.  Ef fleiri en einn sækir um lán  þurfa allir umsækjendur að hafa rafræn skilríki.

Við erum tvö að sækja um lánið en aðeins ég er sjóðfélagi, þurfum við bæði að vera sjóðfélagar?

Skilyrði sjóðsins eru þau að það er nóg að annar aðilinn er sjóðfélagi.

Get ég fengið lán hjá sjóðnum?

Sjóðfélagar þurfa að uppfylla lánareglur sjóðsins.

 • Ef þú ert sjóðfélagi hjá Brú lífeyrissjóði eða Lífeyrissjóði starfsmanna Reykjavíkurborgar getur þú sótt um lán hjá sjóðnum.
 • Ef þú hefur einhvern tímann greitt iðgjald hjá sjóðnum átt þú rétt á að sækja um lán hjá sjóðnum. Þú getur kannað hvort þú hafir greitt iðgjald hjá sjóðnum hér.

 • Ef þú hefur áhuga á að gerast sjóðfélagi þá er V deild sjóðsins opin öllum. Til þess að gerast sjóðfélagi þarftu að tilkynna launagreiðanda að iðgjöld skulu greidd til Brúar lífeyrissjóðs, V deild. Frekari upplýsingar fyrir einyrkja eða launagreiðendur má finna undir skilagreinar.
 

Hverjir geta sótt um viðbótarlán?

Viðbótarlán er í boði fyrir sjóðfélaga sem eru að kaupa fasteign en er ekki í boði ef um er að ræða endurfjármögnun.

Lánareglur

Af hverju ætti ég að endurfjármagna?

Ástæður endurfjármögnunar geta verið af ýmsum toga:

 • Lánakjör eru betri
 • Aðstæður hafa breyst
 • Vilji til að lækka greiðslubyrði
 • Vilji til að hraða eignamyndun

Áður en ákvörðun um endurfjármögnun er tekin þarf að skoða skilmála núverandi lána hvað varðar uppgreiðslugjald og líftíma lánsins sem og  kostnað við endurfjármögnun. 

Lán hjá sjóðnum eru ekki með uppgreiðslugjald en í verðskrá sjóðsins má sjá kostnað við lántöku:

Kostnaður við endurfjármögnun:

 • Lántökugjald
 • Skjalagerð fyrir hvert lán
 • Greiðslumat
 • Þinglýsingargjald (innheimt af sýslumanni)

Gott er að nota lánareiknivél sjóðsins til þess að meta hvort hagstætt sé að endurfjármagna núverandi lán. Við endurfjármögnun miðast hámarkslánveiting við allt að 75% af fasteignamati eignar, miðað er við kaupsamning ef útgáfudagsetning hans er innan 2ja ára.

Lánareiknivél

Sjá fleiri spurningar

Hver er afgreiðslutími lána?

Sjóðurinn leggur mikin metnað að vinna lánaumsóknir hratt og vel og að jafnaði er afgreiðslutími umsókna 1-3 vikur.  Vinnsla lánaumsókna hefst ekki fyrr en öll umbeðin gögn liggja fyrir.

Er uppgreiðslugjald á lánum hjá sjóðnum?

Ekkert uppgreiðslugjald á lánum sjóðsins.

Er hægt að fá lán út á lánsveð?

Ekki eru veitt lán gegn lánsveði.

Er hægt að breyta lánstímanum eftir að lánið hefur verið tekið?

Lántaki getur óskað eftir breytingu á skilmálum skuldabréfsins í samræmi við lánareglur sjóðsins.  Í sumum tilvikum þarf að framkvæma greiðslumat að nýju. Undir mínar síður er að finna umsókn um skilmálabreytingu

Nánari upplýsingar um skilmálabreytingar má finna hér.

Hversu hátt lán er hægt að taka hjá sjóðnum?

Engin hámarks lánsfjárhæð er hjá sjóðnum.  Ríkari kröfur eru gerðar til lántakenda varðandi greiðslugetu og lánshæfiseinkunn ef lánsfjárhæð fer yfir 50 milljónir króna.

Hvaða kröfur gerir sjóðurinn um veð?

Aðeins er lánað gegn veði í íbúðarhúsnæði á Íslandi sem er í eigu umsækjanda og er á byggingastigi 6 eða 7 og matsstigi 7 eða 8 samkvæmt Þjóðskrá Íslands. Veð miðast að hámarki við 75% af fasteignamati eignar eða kaupverði samkvæmt kaupsamningi eða samþykktu kauptilboði.

Hámarksveðsetning er 85% fyrir viðbótar fasteignalán við kaup á fasteign. Ekki eru veitt lán til einstaklinga með veði í fleiri en þremur fasteignum.

Sjá nánar í lið 5 í lánareglum sjóðsinns.

Er greiðslumat frá öðrum en sjóðnum tekið gilt?

Sjóðurinn gerir kröfu um greiðslumat sem unnið er af starfsmönnum sjóðsins.

Hver er munurinn á fasteignaláni og viðbótar fasteignaláni?

Helsti munurinn er að vextir eru hærri á viðbótarlánum og lánstími styttri vegna áhættuálags.

Í lánareglum sjóðsins má finna frekari upplýsingar um muninni á grunnláni og viðbótarláni.

Hvar sæki ég um greiðslumat?

Sótt er um greiðslumat samhliða lánsumsókn undir mínar síður.

Hvað gerist ef lán lendir í vanskilum?

Ef til vanskila kemur þarf lántaki að greiða dráttarvexti af gjaldfallinni fjárhæð.   Alvarleg vanskil far í lögfræðilega innheimtu og þá verður lántaki að greiða lögfræðiþóknun og annan kostnað við innheimtu.

Er hægt að greiða inn á lán og lækka höfuðstólinn?

Á mínum síðum undir lánin mín er hægt með einföldum hætti greiða upp lán, greiða inn á lán og gera samning um reglulegar viðbótargreiðslur.  Greiðsluseðlar birtast i heimabanka hjá viðkomandi lántakenda.


Réttindi


Hvar fæ ég upplýsingar um rétt minn til eftirlauna?

Á sjóðfélagavef Brúar, undir flipanum lífeyrisgáttin, má nálgast upplýsingar um lífeyrisréttindi í þeim sjóðum sem þú hefur greitt í, að undanskildum séreignasparnaði.

 

Hvað felst í 95 ára reglunni?

Þeir sem eiga rétt á 95 ára reglunni eru sjóðfélagar sem hafa greitt í B deild sjóðsins og samanlagður lífsaldur og iðgjaldagreiðslutími þeirra nær 95 árum, fyrir 64 ára aldur.

Hámarkslífeyrisréttindi þegar 95 ára markinu er náð er 64%. 

Þegar 95 ára markinu er náð:

-       Getur sjóðfélagi hafið töku lífeyris, þó í fyrsta lagi 60 ára.

-       Getur sjóðfélagi verið iðgjaldafrír. Það þýðir að launagreiðandi greiðir 4% iðgjald sjóðfélaga til viðbótar við 8%mótframlag.

-       Eru hámarksréttindi til lífeyris 64%.

-       Frá 60 ára aldri til 70 ára aldurs ávinnur sjóðfélagi sér 2% réttindi á ári.

Sjá nánar hér

Hvað felst í 32 ára reglunni?

Sjóðfélagar sem hafa greitt í B deild sjóðsinns í 32 ár m.v fullt starf hafa rétt á að nýta sér 32 ára regluna.

Það sem felst í 32 ára reglunni er að sjóðfélagi getur valið að verið iðgjaldafrír, þá borgar launagreiðandinn einnig iðgjaldaframlag sjóðfélaga, 4%. Kallast það að vera iðgjaldafrír

- Geta í fyrsta lagi hafið töku lífeyris 65 ára.

Ef sjóðfélagi hefur náð 32 ára reglunni fyrir 65 ára aldur hefur hann val um að:

 • vinna til 65 ára aldurs og vera iðgjaldafrír og ávinna 1% réttinda á ári ofan á fyrirfram áuninn réttindi, 64% (2% x 32 ár).
 • vera iðgjaldafrír til 65 ára aldurs og ávinna 1% réttindi,  til 65 ára aldurs, en halda áfram að vinna eftir 65 ára og vera iðgjaldafrír og safna 2% réttinda á ári til starfsloka.

Sjá nánar, sýnidæmi, hér