Skilagreinar

Þessi síða er fyrst og fremst ætluð launagreiðendum til aðstoðar og útskýringa. Pósthólf iðgjaldadeildar er: skilagreinar@lifbru.is

 

Skilagreinum skal skila inn rafrænt til sjóðsins

Við hjá Brú lífeyrissjóði viljum tryggja öryggi og nákvæmni í meðhöndlun launaupplýsinga. Öruggustu og hagkvæmustu leiðirnar til að senda skilagreinar til sjóðsins eru eftirfarandi:
 

Leið 1: Rafræn samskipti beint úr launakerfi. Nánast öll launakerfi bjóða upp á þann möguleika að senda rafrænar skilagreinar beint í gegnum launakerfið. Með þessu móti sparast tími og fyllsta öryggis er gætt. Þjónustuaðilar launakerfa geta veitt upplýsingar um það hvað kerfin bjóða upp á.

Leið 2: Skrá lesin út úr launakerfi og send í gegnum launagreiðendavef. Skilagrein er lesin sem textaskrá út úr launakerfi. Hún er svo send til sjóðsins í gegnum launagreiðendavef. Þetta er örugg leið en launagreiðendavefurinn er með sama öryggi og netbankar.

Leið 3: Skilagrein send með "https" samskiptum. Ef launakerfi launagreiðanda býður ekki upp á þá möguleika sem lýst er í leið 1 og leið 2 er hægt að skrá upplýsingar um launþega og iðgjöld á launagreiðendavefnum og senda skilagreinina þannig inn með öruggum "https" samskiptum.

 
Ef skilgreinum er skilað beint í gegnum launakerfi þarf að fylgja leiðbeiningum á: http://www.skilagrein.is/
 
Fyrir launagreiðendur með færri á launaskrá er mögulegt að skila inn í gegnum Launagreiðendavef, sjá leið 3 hér að framan.
 

Eftirfarandi upplýsingar þurfa að koma fram:

–Upplýsingar um launagreiðanda
–Iðgjaldatímabil
–Nafn, kennitala og iðgjald sjóðfélaga
–Framlag launagreiðanda og heildargreiðsla
–Lífeyrissjóðsnúmer A deildar er 680
–Lífeyrissjóðsnúmer endurhæfingarsjóðs A deildar er R680
–Lífeyrissjóðsnúmer V deildar fyrir 11,5% mótframlag er 683
–Lífeyrissjóðsnúmer V deildar fyrir 8% mótframlag er 685
–Lífeyrissjóðsnúmer endurhæfingarsjóðs Vdeildar er R683
 

B-deild Brúar lífeyrissjóðs

Nánari upplýsingar um B-deild sjóðsins er að finna hér.
 

Iðgjöld skulu lögð inn á reikning:

A- og V-deild:
Bankareikningur nr. 0338-26-1121
Kt. 491098-2529