Fara í efni

Skilagreinar


Þessi síða er fyrst og fremst ætluð launagreiðendum til aðstoðar og útskýringa. Pósthólf iðgjaldadeildar er: skilagreinar@lifbru.is


Skilagreinum skal skila inn rafrænt til sjóðsins

Við hjá Brú lífeyrissjóði viljum tryggja öryggi og nákvæmni í meðhöndlun launaupplýsinga. Öruggustu og hagkvæmustu leiðirnar til að senda skilagreinar til sjóðsins eru eftirfarandi:
 

Leið 1: Rafræn samskipti beint úr launakerfi. Nánast öll launakerfi bjóða upp á þann möguleika að senda rafrænar skilagreinar beint í gegnum launakerfið. Með þessu móti sparast tími og fyllsta öryggis er gætt. Þjónustuaðilar launakerfa geta veitt upplýsingar um það hvað kerfin bjóða upp á.

Leið 2: Skrá lesin út úr launakerfi og send í gegnum launagreiðendavef. Skilagrein er lesin sem textaskrá út úr launakerfi. Hún er svo send til sjóðsins í gegnum launagreiðendavef. Þetta er örugg leið en launagreiðendavefurinn er með sama öryggi og netbankar.

Leið 3: Skilagrein send með "https" samskiptum. Ef launakerfi launagreiðanda býður ekki upp á þá möguleika sem lýst er í leið 1 og leið 2 er hægt að skrá upplýsingar um launþega og iðgjöld á launagreiðendavefnum og senda skilagreinina þannig inn með öruggum "https" samskiptum.

Ef skilagreinum er skilað beint í gegnum launakerfi þarf að fylgja leiðbeiningum á: http://www.skilagrein.is/
 
Fyrir launagreiðendur með færri á launaskrá er mögulegt að skila inn í gegnum Launagreiðendavef,  sjá leið 3 hér að framan.
 
Leiðbeiningar fyrir launagreiðendavef er að finna hér

Eftirfarandi upplýsingar þurfa að koma fram:

A-deild Brúar lífeyrissjóðs - eingöngu fyrir launagreiðendur sem eru sveitafélög, stofnanir, fyrirtæki og samlög sveitafélaga

 • Upplýsingar um launagreiðanda
 • Iðgjaldatímabil
 • Nafn, kennitala og iðgjald sjóðfélaga
 • Framlag launagreiðanda og heildargreiðsla
 • Lífeyrissjóðsnúmer A deildar er 680
 • Lífeyrissjóðsnúmer endurhæfingarsjóðs A deildar er R680

V-deild Brúar lífeyrissjóðs - Opið fyrir alla

 • Upplýsingar um launagreiðanda
 • Iðgjaldatímabil
 • Nafn, kennitala og iðgjald sjóðfélaga
 • Framlag launagreiðanda og heildargreiðsla
 • Lífeyrissjóðsnúmer V deildar fyrir 11,5% mótframlag er 683
 • Lífeyrissjóðsnúmer endurhæfingarsjóðs Vdeildar er R683


Iðgjöld skulu lögð inn á reikning:

A- og V-deild: 
Bankareikningur nr. 0338-26-1121
Kt. 491098-2529

B-deild Brúar lífeyrissjóðs

Sjö lokaðir sveitarfélagasjóðir sameinaðir í B deild hjá Brú lífeyrissjóði.

B deild Brúar lífeyrissjóðs var stofnuð sumarið 2013 með sameiningu fimm lokaðra sveitarfélagssjóða, en það voru Eftirlaunasjóður starfsmanna Hafnarfjarðarkaupstaðar, Lífeyrissjóður Akraneskaupstaðar, Lífeyrissjóður starfsmanna Húsavíkurkaupstaðar, Lífeyrissjóður Neskaupstaðar  og Lífeyrissjóður starfsmanna Vestamannaeyjakaupstaðar.  Eftirlaunasjóður Reykjanesbæjar var sameinaður inn í B deild 1. janúar 2017 og Lífeyrissjóður starfsmanna Kópavogsbæja var sameinaður miðað við1. janúar 2018

Við sameiningu sjóða inn í B deild var lögð áhersla á að réttindi sjóðfélaga héldust óbreytt sem og réttindaávinnsla til framtíðar.

Bakábyrgð sveitarfélaga helst einnig óbreytt og er hún sérgreind fyrir hvern sjóð. 

Samþykktir Brúar lífeyrissjóðs er að finna hér.

*Með lífeyrissjóðslögum voru lífeyrissjóðunum lokað fyrir nýjum sjóðsfélögum þann 1. júlí 1998 í samræmi við lög nr. 129 frá 1997.

Nánari upplýsingar um B-deild sjóðsins er að finna hér.