Fara í efni

Góð afkoma sjóðsins kynnt á ársfundi

Ársfundur Lífeyrissjóðs starfsmanna Reykjavíkurborgar var haldinn 30. maí síðast liðinn í húsnæði Brúar lífeyrissjóðs.

Formaður stjórnar, Heiða Björg Hilmisdóttir, flutti skýrslu stjórnar.  Framkvæmdastjóri sjóðsins, Gerður Guðjónsdóttir, kynnti afkomu sjóðsins á árinu 2017 úr ársreikningi sjóðsins ásamt skýrslu um tryggingafræðilega athugun. Kom fram að árið 2017 var gott ár í ávöxtun en raunávöxtun sjóðsins var 4,3%, er það einkum vegna góðrar ávöxtunar innlendra skuldabréfa og erlendra hlutabréfa. Svandís Rún Ríkarðsdóttir, sviðstjóri eignastýringar, kynnti fjárfestingarstefnu sjóðsins fyrir árið 2017. Þóra Jónsdóttir, sviðsjóri réttinda- og lögfræðisviðs greindi frá því að engar breytingar voru gerðar á samþykktum á árinu 2017, en hún kynnti fyrirliggjandi tillögur að samþykktarbreytingum sem bíða afgreiðslu Starfsmannafélags Reykjavíkurborgar, borgarráðs, Fjármálaeftirlitsins og fjármálaráðuneytisins. Tilefni breytinganna eru aðallega breytingar á almannatryggingalöggjöfinni. Farið var yfir breytingar á stjórn sjóðsins á árinu 2017, en á fundi borgarráðs 9. mars 2017 var Halldór Halldórsson skipaður aðalmaður í stjórn sjóðsins í stað Hildar Sverrisdóttur og Herdís Anna Þorvaldsdóttur var skipuð í sæti varamanns. Á fundi borgarráðs 8. júní 2017 var Heiða Björg Hilmisdóttir skipuð sem formaður sjóðsins í stað Skúla Helgasonar. 

Engin önnur mál voru borin upp.

Fundargerð ársfundar LsRb 2018

Ársreikningur 2017

Afkomuyfirlit 2017

Fjárfestingarstefna 2018