Fara í efni

Stefna lífeyrissjóðs starfsmanna Reykjavíkurborgar


Stefna LsRb


Hlutverk

Hlutverk Lífeyrissjóðs starfsmanna Reykjavíkur er að tryggja sjóðfélögum, eftirlifandi mökum og börnum lífeyri í
samræmi við samþykktir sjóðsins og lög og aðrar reglur sem gilda um starfsemi lífeyrissjóða. Í því skyni tekur
sjóðurinn við iðgjöldum og ávaxtar fjármuni sjóðsins með hliðsjón af fjárfestingastefnu og að teknu tilliti til
áhættu. 

Framtíðarsýn

Sjóðurinn hefur forystu í faglegum vinnubrögum og góðri miðlun upplýsinga til sjóðfélaga og annarra hagaðila.
Samfélagsleg ábyrgð er höfð að leiðarljósi í rekstri sjóðsins sem og i fjárfestingum hans. 

Hagaðilar

Sjóðfélagar

 • Hlýleg og skilvirk þjónusta
 • Skýrar upplýsingar um réttindi

Reykjavíkurborg, aðrir launagreiðendur og samtök launafólks

 • Veita viðeigandi upplýsingar til aðila
 • Góð og fagleg samskipti 

Þjónustu- og samstarfsaðilar

 • Fagmennska og heiðarleiki
 • Standast hæfniskröfur og viðmið sjóðsins

Aðrir lífeyrissjóðir og Landssamtök lífeyrissjóða

 • Faglegt og gott samstarf

Markmið í rekstri og stjórnun

 • Að gæta hagkvæmi í rekstri sjóðsins
 • Efla stafræna þróun
 • Að skilvirkt innra eftirlit sé fyrir hendi
 • Að hafa öflug og viðeigandi upplýsingakerfi
 • Samfélagsleg ábyrgð er höfð að leiðarljósi í fjárfestingum
 • Að veita hlýlega og faglega þjónustu til sjóðfélaga og annarra hagaðila

Samþykkt á stjórnarfundi 10. mars 2021