Fara í efni

Fjárfestingarstefna

Fjárfestingarstefna sjóðsins fyrir árið 2024 var samþykkt 28. nóvember 2023. Fjárfestingarstefnan inniheldur meðal annars stefnu um ábyrgar fjárfestingar sem má finna á blaðsíðu 29 og hluthafastefnu á blaðsíðu 31.

Ráðstöfun atkvæða á hluthafafundum fer eftir ákvæðum sem kemur fram í hluthafastefnu sjóðsins. Brú birtir upplýsingar á vef sjóðsins um hvernig fulltrúar hans hafa greitt atkvæði á hluthafafundum í hverju skráðu félagi fyrir sig og má finna undir Framkvæmd hluthafastefnu.

 

Fjárfestingarstefna Brúar lífeyrissjóðs fyrir árið 2024

     Framkvæmd hluthafastefnu

 

Eignum sjóðsins ávaxtað til að standa við skuldbindingar

Markmið stjórnar Brúar lífeyrissjóðs er að ávaxta eignir sjóðsins svo hann geti staðið við skuldbindingar sínar gagnvart sjóðfélögum. Til að ná þessu markmiði er eignasamsetning ákveðin samkvæmt fyrir fram mótaðri fjárfestingarstefnu og innan þeirra heimilda sem sjóðnum er gert að starfa eftir skv. VII. kafla laga nr. 129/1997 um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða. Áhersla er lögð á að byggja upp eignir sjóðsins með faglegum hætti og vanda til þeirrar vinnu sem liggur að baki ákvörðunum um fjárfestingar.

Grænar fjárfestingar

Haustið 2021 skrifaði Brú undir viljayfirlýsingu gagnvart alþjóðlegu samtökunum Climate Investment Coalition (CIC) um fjárfestingu fyrir 323 milljónir bandaríkjadala, eða rúmlega 42 milljarða króna, í verkefnum sem tengjast hreinni orku og loftslagstengdum verkefnum fram til ársins 2030. Í eignasafni sjóðsins eru nú þegar fjárfestingar fyrir rúmlega 13 milljarða króna sem flokkast undir skilgreiningu slíkra grænna fjárfestinga og áhersla á grænar fjárfestingar er í samræmi við stefnu sjóðsins um ábyrgar fjárfestingar.