Við hvetjum sjóðfélaga til þess að nýta nýjan möguleika á heimasíðu sjóðsins en nú er hægt að bóka tíma í samtal, áður en mætt er til okkar. Er þetta bætt þjónusta sem stuðlar að auknu skipulagi.
Hægt er að bóka samtal vegna lána- eða lífeyrismála. Í boði er að bóka samtal í síma, fjarfundakerfi eða á starfstöð sjóðsins. Ekki er nauðsynlegt að hafa sett upp hjá sér fjarfundarkerfi til þess að geta notað þann möguleika. Mælum með að nota Google Chrome eða Edge vafra.
Lífeyrisdeild lifeyri@lifbru.is
Lánadeild lanamal@lifbru.is
Iðgjöld skilagreinar@lifbru.is