Fara í efni

Iðgjöld


Þessi síða er fyrst og fremst ætluð launagreiðendum til aðstoðar og útskýringa. Pósthólf iðgjaldadeildar er: skilagreinar@lifbru.is

Iðgjöld

Iðgjöld skulu greidd til A- og V- deildar lífeyrissjóðsins af heildarlaunum viðkomandi. Allar skattskyldar tekjur teljast til iðgjaldastofns svo sem laun fyrir dagvinnu, yfirvinnu, biðlaun, starfslaun, nefndarlaun, stjórnarlaun, greiðslur, fríðindi, hlunnindi og önnur ígildi launa. Séu ökutækjastyrkir, dagpeningar og fæðispeningar endurgreiðsla fyrir útlagðan kostnað, teljast þær ekki til gjaldstofns

Skylduaðild að lífeyrissjóði

Greiðsla iðgjalda greiðist næsta mánuð eftir 16 ára afmælisdag, og þeim skal ljúka í lok þess mánaðar er viðkomandi á 70 ára afmæli, í samræmi við réttindaávinnslu skv. samþykktum sjóðsins.  

Gjalddagi og eindagi iðgjalda

Gjalddagi iðgjalda er 10. dagur næsta mánaðar. Eindagi er síðasti dagur þess mánaðar. Berist greiðslur eftir eindaga reiknast á þær dráttarvextir frá gjalddaga til greiðsludags.

Iðgjaldaprósenta

Iðgjald í A-deild frá 1. júní 2017 er 15,5% af heildarlaunum. Hlutur launþega er 4% og mótframlag launagreiðanda er 11,5%.

Mótframlag launagreiðenda í A-deild lækkar úr 12% niður í 11,5% frá og með 1. júní 2017 vegna breytinga á lífeyrisréttindum á opinberum markaði. Helst mótframlagið 11,5% þar til um annað verður samið í kjarasamningum.

Frá 1. janúar 2023 verður lifeyrisaukaiðgjald 8,9%.

Iðgjald í V deild er 15,5% af heildarlaunum. Hlutur launþega er 4% og mótframlag launagreiðanda 11,5%.

Athuga skal að núgildandi kjarasamningar gera flestir ráð fyrir að launagreiðendur greiði 11,5% mótframlag.

Iðgjald til endurhæfingarsjóðs er 0,1% af heildarlaunum og skal það greitt í hverjum mánuði til þess lífeyrissjóðs sem lífeyrisiðgjald vegna launamanns eða þess er stundar atvinnurekstur eða sjálfstæða starfsemi er greitt til. Sjá nánar hér

Ráðstöfun hluta af mótframlagi til séreignasparnaðar

Sjóðfélagi þarf að tilkynna til sjóðsins um ráðstöfun viðbótariðgjalds (umfram 8%) til séreignasparnaðar. Sé það ekki gert er öllu iðgjaldinu sjálfkrafa ráðstafað í grunnréttindi í V deild.

Tilkynning um val á aðild að deildum Brúar lífeyrissjóðs

Umsókn um skiptingu iðgjalds í V-deild Brúar lífeyrissjóðs

B-deild Brúar lífeyrissjóðs

Nánari upplýsingar um B-deild sjóðsins er að finna hér.