Fara í efni

Fjárfestingarstefna

Stefnan er ákvörðuð af stjórn sjóðsins og fjárfestingaráði í samræmi við VIII kafla laga nr. 129/1997 um skyldutryggingu lífeyrissréttinda og starfsemi lífeyrissjóða og áhersla er lögð á að byggja upp eignir sjóðsins með faglegum hætti og vanda til þeirrar vinnu sem liggur að baki ákvörðunum um fjárfestingar.

Við ákvörðun um samsetningu eigna í fjárfestingarstefnu sjóðsins er horft til núverandi ávöxtunar eignaflokka, væntanlegrar útgáfu og skráningar og annarra þátta sem talið er að kunni að hafa áhrif á fjárfestingaumhverfi og möguleika sjóðsins til ávöxtunar. Greining á skuldbindingum sjóðsins og áætlun um greiðsluflæði liggur jafnframt til grundvallar. Markaðsverðmæti eignaflokka getur sveiflast nokkuð og er vikmörkunum ætlað að koma til móts við það auk þess að gefa svigrúm til þess að stýra eignum eftir markaðsaðstæðum. Fjárfestingarstefnan er sett fram miðað við eitt ár og markmið um eignasamsetningu miðast við lok árs 2021. Jafnframt er dregin upp mynd af fjárfestingarstefnu sjóðsins til næstu fimm ára. Sem fyrr er sett fram annars vegar fjárfestingarstefna fyrir eignasafn A og V deilda sjóðsins og hins vegar fjárfestingastefna fyrir B deildina.

Fjárfestingarstefna sjóðsins fyrir árið 2021 var samþykkt 30. nóvember 2020 og er birt hér fyrir neðan. Fjárfestingarstefnan inniheldur meðal annars stefnu um ábyrgar fjárfestingar sem má finna á blaðsíðu 29 og hluthafastefnu á blaðsíðu 31.

Fjárfestingarstefna Brúar lífeyrissjóðs fyrir árið 2021

Ráðstöfun atkvæða á hluthafafundum fer eftir ákvæðum sem kemur fram í hluthafastefnu sjóðsins. Brú birtir upplýsingar á vef sjóðsins um hvernig fulltrúar hans hafa greitt atkvæði á hluthafafundum í hverju skráðu félagi fyrir sig og má finna hér:

Framkvæmd hluthafastefnu