Fara í efni
Ný íbúð

Kaup á fyrstu íbúð

Fyrstu íbúðarkaup

Brú lífeyrissjóður býður fyrstu kaupendum upp á viðbótarlán. Hámarkslánshlutfall er 85% af kaupverði eignarinnar, þar sem grunnlánið nær yfir 65% og viðbótarlánið 20% til viðbótar. Einnig geta fyrstu kaupendur nýtt sér séreignasparnað til íbúðarkaupa eða borgunar á fasteignalánum, en til þess þarf að sækja um hjá Skatturinn.is.

Sækja um lán Lánareiknivél Almennt um fasteignalán

 

Ég er að kaupa mína fyrstu íbúð, hvað þarf ég að vita?

 • Aðeins er lánað gegn veði í íbúðarhúsnæði.
 • Skilyrði er að a.m.k. einn af umsækjendum sé sjóðsfélagi.
 • Umsækjendur þurfa ekki að vera tengdir aðilar.
 • Allir umsækjendur þurfa að vera/verða eigendur þeirrar eignar sem veðsett er fyrir láni.
 • Skilyrði er að a.m.k. einn af umsækjendum búi í eigninni.
 • Lán getur að hámarki verið 85% af kaupverði eignar.
 • Lán getur ekki verið hærra en samanlagt brunabóta- og lóðamat.
 • Ef sótt er um lán sem nemur 85% af kaupverði þá skiptist lánið í tvennt:
  • Grunnlánið er 65% af kaupverði.
  • Viðbótarlánið 20% af kaupverði.
 • Grunnlánið getur verið með verðtryggðum eða óverðtryggðum vöxtum, eða blöndu.
 • Grunnlánið getur verið með jöfnum greiðslum eða jöfnum afborgunum.
 • Viðbótarlánið er með óverðtryggðum breytilegum vöxtum með 1% álagi umfram grunnlánið.
 • Viðbótarlánið getur verið með jöfnum greiðslum eða jöfnum afborgunum.
 • Lánsfjárhæð getur að hámarki verið 95.000.000 kr,-
 • Ef sótt er um lánsfjárhæð hærri en 50.000.000 kr,- gerir sjóðurinn ríkari kröfur varðandi greiðslugetu og lágmarks lánshæfisieinkunn allra umsækjanda er B.
 • Hámarkslánstími er 40 ár ef veðsetning er undir 65% af fasteignamati eignar, en styttist í 35 ár ef veðsetning er hærri.
 • Samkvæmt reglum SÍ er hámark mánaðarlegrar greiðslubyrðar fasteignalána 35% af mánaðarlegum ráðstöfunartekjum, en fer í 40% þegar um er að ræða kaup á fyrstu fasteign
 • Viðmið fyrir útreikning á hámarks greiðslubyrði SÍ er jafnar greiðslur, lánstími að hámarki 40 ár fyrir óverðtryggð fasteignalán og að hámarki 25 ár fyrir verðtryggð fasteignalán og vextir ekki lægri en 5,5% fyrir óverðtryggð lán og 3% fyrir verðtryggð lán.

> Upplýsingar um vexti sjóðsins er að finna hér

> Upplýsingar um verðskrá sjóðsins er að finna hér

> Upplýsingar varðandi nýtingu á séreignarsparnaði á Skatturinn.is

 

Fylgigögn með umsókn

     • Síðasta skattframtal (er hægt að nálgast á heimasíðu Skattsins, undir framtal síðustu ára á mínum síðum)
     • Staðgreiðsla þessa árs og síðasta árs (er hægt að nálgast á heimasíðu skattsins undir almennt á mínum síðum)
     • Ef á við: Greiðsluáætlun TR (er hægt að nálgast á heimasíðu Tryggingastofnunar undir "mínar síður").
     • Ef á við: Yfirlit yfir meðlagsgreiðslur (er hægt að nálgast á Meðlag.is,  innheimtustofnun sveitarfélaga, undir "mínar síður").
     • Kauptilboð ásamt söluyfirliti.
     • Yfirlit yfir eigið fé þarf að fylgja. Yfirlitið þarf að vera úr netbanka reikningseiganda sem sýnir: Reikningseiganda, dagsetningu og fjárhæð á reikningi. Skjáskot er ekki fullnægjandi.
     • Yfirlit frá vörsluaðila séreignarsparnaðar þarf að fylgja ef nýta á úttekt úr séreignarsparnaði sem eigið fé, sem staðfestir þá fjárhæð sem laus er til úttektar.
     • Afrit af löggildum persónuskilríkjum, t.d. ökuskírteini eða vegabréf.
     • Meðlántaki þarf að skila inn umsókn um samþykki fyrir gagnaöflun. Umsóknin er aðgengileg á umsóknarvef eða með því að smella hér:1.1.2 Umsókn um samþykki fyrir gagnaöflun.

 

 

 

 

Hvernig skal nýta séreignarsparnað?

Hvað er séreignasparnaður?

Séreignarsparnaður verður til þegar þú safnar upp ákveðinni peningaupphæð í stað þess að safna lífeyrisréttindum sem eru sameiginlega tryggð. Séreignarsparnaður er jafnan leystur út á eftirlaunaaldri og viðbótarlífeyri má nýta fyrir útborgun inn á íbúð eða til að greiða niður íbúðalán. Lesa má um viðbótalífeyrissparnað á Lífeyrismál.is.

Með því að nýta heimild um nýtingu séreignarsparnaðar getur þú eignast stærri eignarhlut í íbúðinni með tekjum sem annars væru skattlagðar. Þessi heimild er í samræmi við lög nr. 111/2016 og lög nr 55/2022 um stuðning til kaupa á fyrstu íbúð.

Brú lífeyrissjóður er ekki séreignarsjóður.


> Upplýsingar á Skatturinn.is um nýtingu séreignasparnaðar vegna kaupa á fyrstu íbúð

> Upplýsingar á Skatturinn.is um almenna heimild til nýtingar séreignar

 

Samantekt frá Skatturinn.is

Helstu skilyrði um stuðning til kaupa á fyrstu íbúð:

 • Að þú hafir ekki átt meira en 30% hlut í íbúð áður.
 • Að þú sért að eignast þína fyrstu íbúð eða hafir ekki átt íbúðarhúsnæði í 5 ár.
 • Að þú eigir a.m.k. 30% hlut í húsnæðinu og að lán sé tryggt með veði í eigninni.
 • Að þú kaupir eignina sjálf(ur) eða með öðrum einstaklingi.

Nýting séreignasparnaðar

 • Þú sækir um nýtinguna innan 12 mánaða frá undirritun kaupsamnings.
 • Heimildin getur staðið yfir í að hámarki 10 ára samfellt tímabil. Þú getur valið upphafstíma tímabilsins.
 • Þú getur notað allt að 500 þúsund krónur á ári af séreignarsparnaði skattfrjálst í tíu ár til að kaupa þína fyrstu íbúð. Yfir tíu ára tímabilið getur einstaklingur því nýtt að hámarki 5.000.000 kr.
 • Ef þú hefur áður greitt séreignarsparnað inn á höfuðstól láns samkvæmt fyrri heimild getur þú sótt um þetta úrræði (ef um er að ræða fyrstu íbúð). Tímabilið sem hefur þegar verið nýtt er dregið af tíu ára tímabilinu.
 • Fólki er frjálst að skipta um húsnæði en kaupin verða að fara fram innan tólf mánaða frá sölu íbúðarinnar sem veitti réttinn í upphafi.
 • Til að nýta úrræðið þarft þú að vera með samning um séreignarsparnað. Hægt er að sækja um hjá vörsluaðilum sem bjóða upp á séreignarsparnað.