Fara í efni

Breyting á lífeyrisaukaiðgjaldi - A deild

Tilkynning þessi varðar þá launagreiðendur A deildar sjóðsins sem greitt hafa svokallað lífeyrisaukaiðgjald.

Lífeyrisaukaiðgjald A deildar mun hækka frá og með 1. janúar 2019 og verða 6,0% í stað 4,5% samkvæmt útreikningi tryggingastærðfræðings sjóðsins. Óskað er eftir því að launagreiðendur gangi frá stillingum í launakerfum fyrir iðgjaldaskil janúarmánaðar 2019 þannig að 6,0% lífeyrisaukaiðgjaldi sé skilað frá og með 1. janúar 2019.

Sé frekari upplýsinga óskað er hægt að hafa samband við iðgjaldadeild sjóðsins með því að senda tölvupóst á skilagreinar@lifbru.is eða hringja í síma 5 400 700.