Fara í efni

Breyting á lífeyrisaukaiðgjaldi í A deild Brúar lífeyrissjóðs

Lífeyrisaukaiðgjald í A deild Brúar lífeyrissjóðs mun hækka frá og með 1. janúar 2020 og verður þá 6,6% í stað 6,0%. Þessi hækkun er byggð á útreikningi tryggingastærðfræðings sjóðsins.

Þeir launagreiðendur sem greiða lífeyrisaukagjald þurfa því ganga frá viðeigandi stillingum í launakerfum sínum fyrir iðgjaldaskil vegna janúarmánaðar 2020 þannig að heildarmótframlag vinnuveitanda verði 18,1% (11,5% og 6,6%).

Sé frekari upplýsinga óskað er hægt að hafa samband við iðgjaldadeild sjóðsins með því að senda tölvupóst á skilagreinar@lifbru.is eða hringja í síma 540-0700.