Fara í efni

Áfram verður hægt að nýta séreign skattfrjálst inn á lán

Almenn heimild um nýtingu séreignarsparnaðar inn á lán, sem komið var á fót á sama tíma og Leiðréttingin, verður framlengd um eitt ár. Meirihluti efnahags- og viðskiptanefndar þingsins hefur lagt þetta til.

Heimildin verður því framlengd um eitt ár. Ekki má þó rugla þessu almenna úrræði við Leiðréttinguna sem stendur fyrstu kaupendum til boða. Fólk sem er að koma inn á fasteignamarkað í fyrsta sinn mun áfram geta nýtt sér séreignasparnað, ýmist sem útborgun íbúðar og/eða til þess að greiða inn á lán.