Fara í efni

Allir lífeyrisþegar fá nú launaseðla birta á Ísland.is

Stór áfangi náðist í dag þegar lífeyrisþegar í öllum deildum Brúar fengu greiðslur úr nýju réttindakerfi. Launaseðlar birtast nú með uppfærðu útliti inni á mínum síðum Brúar og island.is, en framvegis verður ekki hægt að nálgast þá í netbanka.

 

Innleiðing á nýju réttindakerfi Cala

Sjóðurinn hefur í samstarfi við Devon ehf. þróað nýtt réttindakerfi Cala, sem mun halda utan um iðgjöld, réttindaútreikninga og lífeyrisgreiðslur sjóðfélaga. Síðustu mánuði hafa réttindasöfn innan sjóðsins bæst í hópinn í nýja réttindakerfið. Sjóðurinn hefur birt fréttir á heimasíðu sinni um hvern áfanga.

Haldið verður áfram með þróun nýja kerfisins.