Fara í efni

Ársreikningur Brúar lífeyrissjóðs starfsmanna sveitarfélaga 2020

Stjórn sjóðsins hefur samþykkt ársreikning sjóðsins fyrir árið 2020.

Heildareignir sjóðsins í árslok námu 287,8 ma.kr. en voru 249,1 ma.kr. í byrjun ársins og hækkuðu því um 38,7 ma.kr. milli ára. Hrein nafnávöxtun nam 10,8% og hrein raunávöxtun 7,1%.

Sjóðfélagar og iðgjöld

Iðgjöld námu 18,8 ma.kr. á árinu 2020 (2019: 16,4 ma.kr.), þar af voru 2,6 ma.kr. vegna aukaframlaga. Alls greiddu að meðaltali 19.906 einstaklingar iðgjöld til sjóðsins (2019: 18.548) og skiptust þeir milli sjóðsdeilda sem hér segir:  Lífeyrisþegar og lífeyrisgreiðslur

Sjóðurinn greiddi 7,7 ma.kr. í lífeyri á árinu 2020 (2019: 6,5 ma.kr.), þar af 5,3 ma.kr. í ellilífeyri og 1,6 ma.kr. í örorkulífeyri. Að meðaltali fengu 8.732 einstaklingar greiddan lífeyri frá Brú á árinu 2020 (2019: 7.862) og skiptust þeir milli sjóðsdeilda sem hér segir:

Tryggingafræðileg staða

Tryggingafræðileg úttekt er gerð sérstaklega fyrir hverja deild sjóðsins og undirliggjandi réttindasöfn. Við úttektina er miðað við að raunávöxtun eigna verði 3,5% á komandi árum. Heildarskuldbinding og hlutfall heildareigna umfram heildarskuldbindingu skiptist á milli deilda sem hér segir:

Ávöxtun ársins

Ávöxtun ársins var góð og hækkuðu hreinar tekjur af eignarhlutum um 20% milli ára. Það skýrist að stóru leyti af miklum viðsnúningi á mörkuðum eftir verðfall í fyrstu bylgju heimsfaraldurs Covid-19 ásamt því að íslenska krónan veiktist töluvert á árinu og skilaði þannig betri afkomu af erlendum fjárfestingum.

Enn er töluverð óvissa um heildaráhrif heimsfaraldurs Covid-19 á efnahagslífið og arðsemi félaga. Sjóðurinn fer sem fyrr eftir fyrirmælum almannavarna og grípur til ráðstafana í samræmi við viðbragðsáætlun sjóðsins. Sjóðurinn er langtímafjárfestir og því munu sveiflur á eignaverði jafnast út þegar til lengri tíma er litið.

Helstu stærðir ársins koma fram í töflunni hér og fjárhæðir eru í milljónum króna:

 

Ársreikningur 2020