Fara í efni

Ársreikningur Brúar lífeyrissjóðs starfsmanna sveitarfélaga 2021

Stjórn sjóðsins hefur samþykkt ársreikning sjóðsins fyrir árið 2021.

Hrein eign sjóðsins til greiðslu lífeyris í árslok nam 342,0 ma.kr. en var 287,8 ma.kr. í lok árs 2020 og hækkaði því um 54,1 ma.kr. milli ára. Hrein nafnávöxtun nam 14,3% og hrein raunávöxtun 9,0% sem er hæsta raunávöxtun frá árinu 2003.

Sjóðfélagar og iðgjöld

Iðgjöld námu 21,0 ma.kr. á árinu 2021 (2020: 18,8 ma.kr.), þar af voru 2,7 ma.kr. vegna aukaframlaga. Alls greiddu að meðaltali 20.757 einstaklingar iðgjöld til sjóðsins (2020: 19.906) og skiptust þeir milli sjóðsdeilda sem hér segir:

Tryggingafræðileg staða

Tryggingafræðileg úttekt er gerð sérstaklega fyrir hverja deild sjóðsins og undirliggjandi réttindasöfn. Við úttektina er miðað við að raunávöxtun eigna verði 3,5% á komandi árum.

Á árinu voru breytingar á forsendum við mat á tryggingafræðilegri stöðu sem miðast annars vegar við spá um hækkandi lífslíkur til framtíðar og hins vegar um hækkað mat á örorkutíðni í A og V deild. Báðar þessar breytingar leiða til aukinna lífeyrisskuldbindinga þannig að tryggingafræðileg staða A og V deildar versnar frá fyrra ári. Ef reiknað er eftir sömu forsendum og á síðasta ári er staðan verulega betri sem rekja má til góðrar ávöxtunar á árinu 2021.

Heildarskuldbinding og hlutfall heildareigna umfram heildarskuldbindingu skiptist á milli deilda sem hér segir:

Ávöxtun ársins

Ávöxtun ársins 2021 var góð og hækkuðu hreinar tekjur af eignarhlutum um 85% milli ára. Það skýrist einkum af miklum hækkunum á hlutabréfamörkuðum en vísitala skráðra hlutabréfa á aðallista Kauphallar hækkaði til að mynda um 41,2%. Fjárfestingar sjóðsins á erlendum mörkuðum skiluðu einnig góðri ávöxtun samhliða veikingu krónunnar. Áhrif heimsfaraldurs gætti nokkuð á árinu og voru sveiflur á markaði í takt við stöðu faraldursins. Stýrivextir náðu lágmarki í lok árs en verðbólga hefur síðan stigmagnast bæði hér á landi og erlendis.

Sjóðurinn er langtímafjárfestir og því munu sveiflur á eignaverði jafnast út þegar til lengri tíma er litið. Fimm ára meðaltal raunávöxtunar er 6,5% og 10 ára meðaltal er 5,4%.

Helstu stærðir ársins koma fram í töflunni hér og fjárhæðir eru í milljónum króna:

Ársreikningur 2021