Fara í efni

Benedikt Þór Valsson, varaformaður sjóðsins er látinn

Benedikt Þór lést fimmtudaginn 28. apríl sl.  en hann hefur verið í stjórn sjóðsins frá 2014.  Hann var stjórnarformaður sjóðsins á árunum 2019 til 2021 og varaformaður frá 2021.   

Benedikt var  með M.Sc. gráðu í þjóðhagfræði frá Göteborgs Universitet í Svíþjóð og starfaði sem hagfræðingur hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga.  Benedikt var afar vel liðinn meðal stjórnar-og starfsfólks sjóðsins enda með ljúfa lund og vel að sér í málefnum sjóðsins.

Stjórn og starfsfólk sjóðsins senda fjölskyldu Benedikts innilegar samúðarkveðjur.

Útför Benedikts Þórs Valssonar fer fram frá Grafarvogskirkju, fimmtudaginn 12. maí kl. 13:00.