Fara í efni

Breyttar samþykktir vegna hækkunar lífaldurs – fyrsta skref af þremur

Breyttar samþykktir Brúar lífeyrissjóðs tóku gildi þann 15. febrúar 2023. Samþykktirnar voru samþykktar af stjórn sjóðsins þann 9. janúar, sendar til umsagnar Fjármálaeftirlits Seðlabanka Íslands og að lokum staðfestar af Fjármála- og efnahagsráðuneytinu þann 15. febrúar 2023. Breytingarnar eru fyrst og fremst tilkomnar vegna hækkunar lífaldurs Íslendinga og hækkunar á lágmarksiðgjaldi til lífeyrissjóða og varða framtíðarávinnslu réttinda í aldurstengdri ávinnslu í A deild og ávinnslu í V deild sjóðsins. Ávinnsla réttinda til framtíðar er lækkuð og hafa samþykktirnar nýjar réttindatöflur sem taka mið af bæði aldri og fæðingarári. Breytingin hefur ekki áhrif á áunnin réttindi eða greiðslur lífeyris.

Rétt er að taka fram að samþykktarbreyting þessi er fyrsta skrefið af þremur þar sem brugðist er við þeirri staðreynd að eftirlaunaárum sjóðfélaga er að fjölga vegna hækkunar á lífaldri. Sjóðurinn verður að grípa til mótvægisaðgerða til að tryggja að lífeyrisréttindi sem sjóðfélagar ávinna sér yfir starfsævi sína dugi til greiðslu ævilangs lífeyris. Næstu skref í samþykktarbreytingum varða framtíðarávinnslu í jafnri ávinnslu í A deild sem og áunninn réttindi í A og V deildum sjóðsins. Unnið er að útfærslu á þeim breytingum og verða þær kynntar síðar.

Breyttar samþykkktir sjóðsins eru aðgengilegar hér.