Fara í efni

Brú fær netöryggisviðurkenningu frá Aftra

Brú lífeyrissjóður er meðal þeirra fyrirtækja og stofnana sem sýndu fram á framúrskarandi árangur í netöryggi og fengu sérstaka netöryggisviðurkenningu frá Aftra.

Aftra efndi í október, sem er alþjóðlegur netöryggismánuður, til netöryggisátaks þar sem fyrirtæki og stofnanir fengu tækifæri til að efla þekkingu sína og draga úr áhættu með fyrirbyggjandi aðgerðum sem snúa að netöryggi. 

Átakið gekk vonum framar og allir þátttakendur hækkuðu „öryggiseinkunn“ sína, sem er mælikvarði Aftra á það hversu vel fyrirtækjum tekst að draga úr eigin áhættu gegn netárásum.