24.11.2025
Almennt
Á ársfundi PRICE (Pension Research Institute Iceland), 17. nóvember 2025, voru haldnir fyrirlestrar um val sjóðfélaga á fjárfestingakostum í danska lífeyriskerfinu, áhrif íslenskra lífeyrissjóða á stöðugleika fjármálakerfisins, sparnað fólks á lífeyrisaldri og áhrif foreldra á tekjur og menntun uppkominna barna.
Í lok ársfundar voru teknar pallborðsumræður. Á pallborði sat m.a. sviðsstjóri áhætturstýringar Brúar, Ragnheiður Helga Haraldsdóttir, en þar var varpað fram spurningunni "er 3,5% rétta talan fyrir íslenska lífeyrissjóði?"
Hér má sjá upptöku af pallborðsumræðum:
Ársfundur PRICE 2025, Upptaka af pallborðsumræðum
Grein á vef Vísbendingar:
Vísbending.is | Núvirðingarstuðull og raunávöxtun lífeyrissjóða
