Fara í efni

Endurgreiðsla iðgjalda við brottflutning frá Íslandi

Í sumum tilfellum geta erlendir ríkisborgarar fengið iðgjöld endurgreidd við brottflutning frá Íslandi, að því gefnu að það sé ekki bannað samkvæmt milliríkjasamningi sem Ísland er aðili að. Vilji erlendur ríkisborgari fá iðgjöld endurgreidd þarf að gæta þess að hann sé ekki með ríkisborgararétt í einhverju þeirra landa sem Ísland hefur gert milliríkjasamning við.

Þrjátíu ríki eru með milliríkjasamning við Ísland og eru hér nefnd samningsríki. Samningsríkin eru Bandaríkin, Kanada og EES ríkin, auk Sviss (þ.e. öll EFTA- og ESB ríkin).

  • EFTA ríkin eru Ísland, Noregur, Liechtenstein og Sviss.
  • ESB ríkin eru Austurríki, Belgía, Búlgaría, Danmörk, Eistland, Finnland, Frakkland, Grikkland, Holland, Írland, Ítalía, Króatía, Kýpur (gríski hlutinn), Lettland, Litháen, Lúxemborg, Malta, Portúgal, Pólland, Rúmenía, Slóvakía, Slóvenía, Spánn, Svíþjóð, Tékkland, Ungverjaland og Þýskaland.


Brexit:

Á Alþingi liggur fyrir að samþykkja nýjan samning milli Bretlands og EFTA landanna (Ísland, Liechtenstein, Noregur og Sviss). Birtar verða upplýsingar á Lífeyrismál.is um þann samning og hvað hann felur í sér þegar hann hefur verið samþykktur.

 

Spurt og svarað á Lífeyrismál.is