Fara í efni

Villuprófun skilagreina í A deild

Sjóðurinn hefur á síðustu mánuðum unnið að sjálfvirkni við bókun iðgjalda. Markmiðið er að í framtíðinni verði samskipti við launagreiðendur alfarið stafræn þegar kemur að iðgjaldaskilum. 

Stórum áfanga í stafrænni vegferð sjóðsins hefur nú verið náð þar sem villuprófun í A deild hefur verið virkjuð þannig að launagreiðendur fá villuboð ef skilagreinar eru ekki réttar. Mikilvægt er að launagreiðendur leiðrétti iðgjaldaskilin eins fljótt sem kostur er í sínu launakerfi og sendi aftur til sjóðsins. Framangreind villuprófun hefur verið í notkun fyrir iðgjaldaskil í V deild. Þess má geta að launakerfin Kjarni og H-laun hafa innleitt þessa virkni í sín kerfi. 

Markmiðið með þessari virkni er að tryggja öryggi og nákvæmni iðgjaldaskila sem leiðir til meiri skilvirkni bæði hjá launagreiðendum og sjóðnum.

Sjá fyrri umfjöllun:

Ný vefþjónusta og villuprófun skilagreina